Skattheimta og skipulagsvald til verktaka Ögmundur Jónasson skrifar 9. október 2013 06:00 Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun