Maðurinn sem blessar húsin Kjartan Guðmundsson skrifar 12. október 2013 09:00 Magnea B. Valdimarsdóttir við sundurgrafna Hverfisgötuna ásamt dóttur sinni. Fréttablaðið/Valli „Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea. Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea.
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira