Hefur ekki reynt sambönd á eigin skinni Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 09:00 Saumur var upphaflega útskriftarverkefni Ríkharðs Hjartars úr LHÍ en verður nú flutt í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar. Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar.
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira