Nærri 3.500 sitja í nefndum ríkisins Brjánn Jónasson skrifar 24. október 2013 06:00 Nefndir og stjórnir sem starfa á vegum ríkisins funda mjög mis-reglulega. Fréttablaðið/GVA Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur. Fréttaskýringar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur.
Fréttaskýringar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira