Kraftur leystur úr læðingi Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 12:30 Savages stóð sig vel í Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Magnús Elvar Jónsson Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik. Gagnrýni Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik.
Gagnrýni Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira