Ekki illt á milli mín og þjálfarans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2013 06:30 Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með.Nordiphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira