Vantar fleiri fundi Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þú kemur heim eftir langan vinnudag, hendir töskunni á gólfið, ferð úr skónum og hellir köldu vatni í uppáhaldsbollann. Makinn spyr: „Hvernig var í vinnunni?“ Þú svarar: „Fínt, en það voru bara ekki nógu margir fundir.“Atvinnu-pólitík Líf stjórnmálamanns snýst um það að sitja á fundum. Til að tilveran verði ekki of niðurdrepandi þurfa menn líklegast að sannfæra sig um að öll þessi fundahöld skili einhverju. Þegar því sannfæringarferli er lokið er kannski eðlilegt að menn vilji dreifa þessu fundaverklagi sem víðast. Því leggja menn til að „fyrirtæki verði rekin af starfsmönnum“. Væntanlega þannig að starfsmenn hittist á fundum og ræði ákvarðanir, beri upp tillögur, kjósi um þær og bóki andmæli. Svo er ekki að skilja að ég vilji banna mönnum að stjórna fyrirtæki eins og menn stjórna ríki og sveitarfélögum. Mönnum er það auðvitað frjálst nú þegar. En ég myndi ekki vilja vinna í slíku fyrirtæki og myndi seint mæla með því við fólk sem mér þykir vænt um. Ef einhverjum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að ræsa slíkan rekstur með eigin peningum en ekki að nota annarra manna fyrirtæki sem ílát undir eigin hugdettur.Hliðarstörf í aðalstarfi „Æi, eru þetta nú ekki bara ósköp sakleysislegar tillögur?“ gæti einhver spurt. Þær eru það ekki. Þær eru heldur ekki góðar. Því meiri tíma sem menn taka í að gera eitthvað sem þeir eru ekki ráðnir í þeim mun minni tíma hafa þeir til að gera það sem þeir eiga að vera gera. Sjálfur þekki ég nóg af fólki sem er í það fundafrekum störfum að það þarf að mæta í vinnuna um helgar til að koma einhverju í verk. Fundir eru ekki eina vandamálið. Margar svona sakleysislegar tillögur eins og „nú skiptumst við á að taka til í eldhúsinu“ eða „hver deild verður að undirbúa atriði fyrir árshátíðina“ gera í raun ekkert annað en að taka tíma frá alvöruvinnunni og einkalífi fólks. Sumt af þessu getur kannski myndað einhverja stemningu, en í alvöru talað, ef stjórnendur á vinnustað álíta að tíma sérhæfðs starfsfólks sé vel varið við það að þrífa diska eða hlusta á annað fólk tala þá eru sóknarfæri til úrbóta á þeim vinnustað.Myndirðu fljúga á þennan fund? Aðeins í framhjáhlaupi: Einn kostur við að vera í starfi þar sem maður starfar nokkuð með fólki í útlöndum er að það sjálfkrafa fækkar fundum. Hér á Íslandi eru hins vegar allir alltaf svo nálægt að það er ekkert mál að halda fund og því halda menn fund þegar tölvupóstur eða símtal hefðu dugað. Ég er eiginlega að hugsa um að temja mér eftirfarandi reglu þegar kemur að fundahöldum. Spyrjum okkur: „Ef sú manneskja sem þú ert að hitta væri í öðru landi, myndirðu fljúga til að hitta hana?“ Ef svarið er neitandi þá á ekki að halda fund.Gamaldags stéttabarátta Svandís Svavarsdóttir og þingmenn VG endurflytja nú nánast 50 ára gamlar tillögur Ragnars Arnalds um að kosin verði níu manna nefnd (auðvitað) sem hafi það hlutverk að gera tillögur um fyrirkomulag atvinnulýðræðis á vinnustöðum. Ég hef það á tilfinningunni að tillögum sem þessum sé ætlað að berjast fyrir réttindum manna í atvinnulífinu eins og það eitt sinn var. Það er svona „Setjum verksmiðjurnar í hendur verkafólksins!“ andi yfir þessu. Við eigum ekki að líta á stjórnendur sem „yfirmenn“ í hernaðarlegum skilningi. Það ætti mun frekar að líta svo á að þetta sé fólk sem hafi það hlutverk að skipta verkum manna á milli. Líkt og leikstjórnendur í handbolta hafa þeir bara þetta hlutverk en eru ekkert merkilegri en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Og það er fjarri því augljóst að betra væri ef þessu hlutverki væri sinnt af lýðræðislega kjörinni nefnd starfsmanna. Enn og aftur: Ef Svandís Svavarsdóttir vill stofna lýðræðislegt símafyrirtæki eða lýðræðislega matvörukeðju þá má hún gera það mín vegna, fyrir sinn pening. En bara, plís, ekki pranga fleiri fundum upp á fólk sem hefur bara annað og betra við tíma sinn að gera.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun