Rétti tónninn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gefa rétta tóninn fyrir það starf sem framundan er á kjörtímabilinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þær eru ekki allar nýjar – meirihlutinn hefur raunar komið fram áður – en þær eru margar og eiga að geta nýtzt vel þegar menn velta við hverjum steini í leit að áhrifaríkum sparnaðarleiðum. Það er löngu orðið ljóst að við höfum ekki lengur efni á ríkisrekstrinum eins og hann lítur út og verðum að fara að borga niður skuldir. Það er rétt afstaða hjá hagræðingarhópnum að velja tímapunkt í fortíðinni og fara svo yfir það hvort hækkun útgjalda síðan þá hafi verið nauðsynleg. Reyndar hefði mátt hafa þann tímapunkt mun framar en á árinu 2008. Á árunum þar á undan, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, átti sér nefnilega stað einhver ævintýralegasta hækkun ríkisútgjalda í sögunni; um 32% á sérhvern landsmann á föstu verðlagi á árunum 1998-2007. Raunar er mun líklegra að þá hafi peningum verið eytt í óþarfa en á árunum eftir hrun, því að þetta var á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar og aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna lítið. Hugmyndir um sameiningu nafngreindra stofnana, fækkun sendiráða og fleiri „áþreifanlegar“ tillögur hópsins vekja skiljanlega einna mesta athygli. Það eru þó ekki þær sem munu skila mestum sparnaði ef þær komast í framkvæmd. Stóru upphæðirnar liggja í stórfelldum kerfisbreytingum í málaflokkum sem taka til sín stóran hluta af útgjöldum ríkisins. Af því tagi eru tillögur um að haga fjármögnun heilbrigðiskerfisins eftir forskrift sem tekur mið af íbúafjölda, aldurssamsetningu og dreifingu byggðar. Það þýðir að í stað þess að metnaður þingmanna ráði hvar glæsilegustu sjúkrahúsin eru byggð sé það raunveruleg þörf fyrir þjónustu sem ræður. Með þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu er líka hægt að spara mikla peninga. Af sama toga eru tillögurnar um róttæka uppstokkun í skólakerfinu með fækkun framhaldsskóla og styttingu náms til stúdentsprófs. Við erum svo augljóslega að sóa peningum í menntakerfinu í samanburði við önnur OECD-ríki og eigum að hætta því. Það vekur athygli, en á þó ekki að koma á óvart miðað við samsetningu nefndarinnar, hvað orðalagið um sparnað í landbúnaðarmálum er loðið og ræfilslegt. Það á að „meta skilvirkni greiðslna“ til landbúnaðarins þótt það æpi á hvern þann sem vill hlusta að landbúnaðarútgjöldin eru einhver allra óskilvirkasta ráðstöfunin á fé skattgreiðenda. Tillagan um að hætta að kosta Bændasamtökin af skattfé er heldur ekki raunveruleg sparnaðartillaga, því að henni fylgir önnur um að skattgreiðendur haldi áfram að borga ýmis verkefni sem samtökin hafa með höndum. Fleira bendir til að einhverjar Framsóknarmeinlokur byrgi mönnum að hluta sýn á verkefnið. Um leið og rýna á skilvirkni og þjóðhagslega hagkvæmni allra útgjalda vill hópurinn að „við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land“. Ólíklegt er að allar 111 tillögur hópsins verði að veruleika. Þess vegna á ekki endilega að leggja áherzlu á þær sem er einfaldast að hrinda í framkvæmd, heldur þær sem spara mesta peninga til lengri tíma litið, jafnvel þótt þær séu pólitískt erfiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gefa rétta tóninn fyrir það starf sem framundan er á kjörtímabilinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þær eru ekki allar nýjar – meirihlutinn hefur raunar komið fram áður – en þær eru margar og eiga að geta nýtzt vel þegar menn velta við hverjum steini í leit að áhrifaríkum sparnaðarleiðum. Það er löngu orðið ljóst að við höfum ekki lengur efni á ríkisrekstrinum eins og hann lítur út og verðum að fara að borga niður skuldir. Það er rétt afstaða hjá hagræðingarhópnum að velja tímapunkt í fortíðinni og fara svo yfir það hvort hækkun útgjalda síðan þá hafi verið nauðsynleg. Reyndar hefði mátt hafa þann tímapunkt mun framar en á árinu 2008. Á árunum þar á undan, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, átti sér nefnilega stað einhver ævintýralegasta hækkun ríkisútgjalda í sögunni; um 32% á sérhvern landsmann á föstu verðlagi á árunum 1998-2007. Raunar er mun líklegra að þá hafi peningum verið eytt í óþarfa en á árunum eftir hrun, því að þetta var á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar og aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna lítið. Hugmyndir um sameiningu nafngreindra stofnana, fækkun sendiráða og fleiri „áþreifanlegar“ tillögur hópsins vekja skiljanlega einna mesta athygli. Það eru þó ekki þær sem munu skila mestum sparnaði ef þær komast í framkvæmd. Stóru upphæðirnar liggja í stórfelldum kerfisbreytingum í málaflokkum sem taka til sín stóran hluta af útgjöldum ríkisins. Af því tagi eru tillögur um að haga fjármögnun heilbrigðiskerfisins eftir forskrift sem tekur mið af íbúafjölda, aldurssamsetningu og dreifingu byggðar. Það þýðir að í stað þess að metnaður þingmanna ráði hvar glæsilegustu sjúkrahúsin eru byggð sé það raunveruleg þörf fyrir þjónustu sem ræður. Með þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu er líka hægt að spara mikla peninga. Af sama toga eru tillögurnar um róttæka uppstokkun í skólakerfinu með fækkun framhaldsskóla og styttingu náms til stúdentsprófs. Við erum svo augljóslega að sóa peningum í menntakerfinu í samanburði við önnur OECD-ríki og eigum að hætta því. Það vekur athygli, en á þó ekki að koma á óvart miðað við samsetningu nefndarinnar, hvað orðalagið um sparnað í landbúnaðarmálum er loðið og ræfilslegt. Það á að „meta skilvirkni greiðslna“ til landbúnaðarins þótt það æpi á hvern þann sem vill hlusta að landbúnaðarútgjöldin eru einhver allra óskilvirkasta ráðstöfunin á fé skattgreiðenda. Tillagan um að hætta að kosta Bændasamtökin af skattfé er heldur ekki raunveruleg sparnaðartillaga, því að henni fylgir önnur um að skattgreiðendur haldi áfram að borga ýmis verkefni sem samtökin hafa með höndum. Fleira bendir til að einhverjar Framsóknarmeinlokur byrgi mönnum að hluta sýn á verkefnið. Um leið og rýna á skilvirkni og þjóðhagslega hagkvæmni allra útgjalda vill hópurinn að „við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði sérstaklega horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land“. Ólíklegt er að allar 111 tillögur hópsins verði að veruleika. Þess vegna á ekki endilega að leggja áherzlu á þær sem er einfaldast að hrinda í framkvæmd, heldur þær sem spara mesta peninga til lengri tíma litið, jafnvel þótt þær séu pólitískt erfiðar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun