Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 4. desember 2025 07:16 Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Sem varaþingmaður hef ég í fyrsta sinn fengið tækifæri til að taka þátt í fjárlagagerðinni innan þingsins. Ég viðurkenni að áður hafði ég aldrei almennilega skilið hvernig þetta ferli virkar. En nú sé ég hversu mikilvægt það er, og hvernig nefndirnar eru í raun hjarta Alþingis þegar þarf að vanda til verka með almannafé. Ráðherrar leggja fram frumvörpin, en það eru þingnefndir sem fara yfir þau, kalla til hagsmunaaðila, meta umsagnir og koma með vel rökstuddar breytingartillögur. Nefndirnar sjá gjarnan hluti sem ekki sjást í fyrstu og færa umræðuna nær raunveruleikanum, nær þeim sem þjónustunnar njóta og þeim sem veita hana. Það hefur verið ómetanlegt að fá að sjá þetta starf innan frá. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á nokkrum breytingum sem fjárlaganefnd lagði til í meðförum sínum og hvernig þær skipta máli fyrir ólíka samfélagshópa. 2 milljarðar í öryggisúrræði Við loksins tökum utan um málefni sem oft hafa verið í skugganum: öryggisúrræði fyrir einstaklinga sem bæði þurfa vernd og geta skapað hættu. Það hefur lengi verið ljóst að kerfið okkar hefur ekki brugðist nægilega vel við þessum málum hvorki fyrir einstaklingana sjálfa né samfélagið. Nú liggur fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leita lausna sem bæði horfa á einstaklingana og tryggja öryggi almennings. 400 milljónir til sóknaráætlana Lagt er til tímabundið 400 milljóna framlag til sóknaráætlana landshluta. Þannig er lagt til að landshlutarnir sjálfir taki við hinum smærri beiðnum um styrki – í stað þess að fjárlaganefnd afgreiði þau. Þetta er skynsamlegt. Verkefni sem snúa að nærumhverfi eiga að vera metin í héraði, af þeim sem þekkja þörfina best. Þá er einnig mikilvægt að reglur ráðuneyta og stýrihóps sóknaráætlana útiloki ekki borgarsvæði frá styrkjum, líkt og dæmi eru um. 254 milljónir í íslenskukennslu fyrir útlendinga Þetta er tímabundið framlag sem mun nýtast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild og í fullu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar enda er fjárfesting í tungumálanámi fjárfesting í samfélagslegri samheldni. 1.057 milljónir í endurbætur á húsnæði Stuðla Það skiptir öllu máli að við klárum að endurbyggja Stuðla til að tryggja starfið þar, bæta aðstæður starfsfólks og koma betur til móts við þann hóp sem þangað kemur. 700 milljónir í endurhæfingarmál Nefndin leggur til 700 milljóna króna framlag til endurhæfingar. Fjármunir er ekki eyrnamerktir tilteknu félagi heldur settir í hendur ráðuneyta til að semja við þá aðila sem veita þjónustuna. Þar má nefna Ljósið, NLFÍ, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (æfingastöð SLF), Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin, Reykjalund og fleiri. Þetta er mun ábyrgari nálgun en að nefndin úthluti fjármunum beint. Þjónusta á að byggja á faglegum samningum, ekki pólitískum geðþótta. Þannig tryggjum við bæði gæði og ábyrga nýtingu almannafjár. 120 milljónir til félagasamtaka Lagt er til tímabundið 120 milljóna framlag til Samtaka um kvennaathvarf, Einhverfusamtakanna, Landssamtakanna Þroskahjálpar og málefna þolendamiðstöðva. Þessi samtök vinna ómetanlegt starf oft undir miklu álagi og með takmörkuð fjárráð. Ég myndi vilja að við tækjum enn stærri skref í næstu fjárlögum í því að festa betur í sessi fjárframlög til félagasamtak til lengri tíma. En mikilvægt að þetta sé tryggt innan fjárlaga ársins 2026. Breytingar sem verða til góða Þetta er ekki tæmandi listi yfir breytingar á fjárlagafrumvarpinu, þar er margt fleira sem áhugavert er að kynna sér. Það hefur verið ótrúlega lærdómsríkt að kynnast þessari hlið fjárlagagerðar. Ég sé nú betur en áður hversu mikilvægt það er að hlusta á hagsmunaaðila, taka umsagnir alvarlega og vinna faglega úr þeim. Fjárlög eru ekki bara töflur og tölur, þau eru líka þjónusta og fólk. Fjárlaganefnd hefur skilað frábæru starfi og komið inn með mikilvægar breytingar sem munu verða til góða fyrir almenning í landinu. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun