Harry Potter-kynslóðin farin að skrifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 12:00 "Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna,“ segir Sigþrúður. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“ Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“
Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira