Ofbeldisfyllsta íþrótt í heimi Símon Birgisson skrifar 23. nóvember 2013 10:00 UFC hefur oft vakið reiði vegna yfirgengilegs ofbeldis. Fyrsta mót UFC var haldið fyrir 20 árum í Denver árið 1993. Þá var hugtakið „blandaðar bardagaíþróttir“ ekki til heldur hafði hver bardagamaður sinn eigin stíl. Sumir kepptu í boxi, aðrir í karate eða mu thai og enn aðrir í glímu. Tilgangurinn með fyrsta UFC-mótinu var að leiða mismunandi stíla saman og sjá hvaða bardagaaðferð væri best. UFC sótti innblástur sinn víða að, til að mynda í tölvuleikinn Mortal Kombat sem var á þessum tíma afar umdeildur fyrir gróft ofbeldi. Það voru engir þyngdarflokkar eða lotur heldur mættust keppendur í átthyrnda búrinu og börðust þar til yfir lauk. Fyrsti sigurvegarinn í UFC var ungur, slánalegur piltur sem barðist í karateslopp. Hann hét Royce Gracie og var hluti af fjölskyldu sem hafði búið til nýja tegund af sjálfsvarnarlist – brasilískt jiu-jitsu. Royce Gracie tók hvern andstæðinginn af fætur öðrum, dró þá á gólfið og læsti í stöðum sem ómögulegt var að losna úr. Royce Gracie sýndi heiminum mátt brasilísks jiu-jitsu en óyfirlýstur tilgangur fyrstu UFC-keppninnar var að auglýsa bardagakerfi fjölskyldunnar.Engar reglur Á þessum tíma var slagorð UFC: Það eru engar reglur! Þegar horft er á upptökur frá fyrstu mótunum er ofbeldið á stundum yfirþyrmandi. Það mátti rífa í hár, berja í pung, rífa sundur varir (kallað „fiskikrókur“), skalla og henda mönnum yfir búrið. Það var reyndar bannað að bíta en í lagi að sparka í liggjandi mann. Það voru heldur engir hanskar líkt og í UFC í dag heldur börðust menn með berum hnefum. Þessi áhersla UFC á regluleysi var bæði blessun og bölvun. Ofbeldið og blóðið vakti gríðarlega athygli á UFC sem varð á skömmum tíma vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum og aðdáendum fjölgaði hratt. En regluleysið átti líka eftir að kosta UFC peninga og tíma í réttarsölum, sérstaklega eftir að þingmaðurinn John McCain steig fram og líkti UFC við hanaat með lifandi einstaklingum. Þessi stimpill átti eftir að loða við UFC árum saman. Reynt var að bæta við reglum, hinir umdeildu „fiskikrókar“ voru bannaðir, líka að pota í augu og keppendur voru skyldaðir til að vera með hanska.Mennskt hanaat „Mennska hanaatið“ var bannað í einu ríki í Bandaríkjunum og erfitt reyndist að fá leyfi í öðrum ríkjum. Eigendur UFC stefndu í gjaldþrot. Um aldamótin var UFC selt. Nýju eigendurnir voru einlægir aðdáendur blandaðra bardagaíþrótta og gullöld UFC gekk í garð. UFC keypti upp samkeppnina – til að mynda hina vinsælu Pride-bardagakeppni í Japan sem var á tímabili stærri en UFC. Það var ekki bara nýtt fjármagn sem breytti ásýnd UFC. Gamli götubardagastimpillinn var endanlega máður út. Nýjar reglur, með því markmiði að gera bardagana öruggari, voru kynntar og í raun varð ný íþrótt til – MMA eða blandaðar bardagalistir sem allur heimurinn þekkir í dag. Menn á borð við Anderson Silva og George St. -Pierre urðu stærstu stjörnur blandaðra bardagaíþrótta í sögunni. Það var ekki tilviljun að UFC fékk kandamaninn George st. Pierre til að berjast vid askorandann Johny Hendricks síðustu helgi þegar UFC fagnaði 20 ára afmæli sínu. Umdeildar ákvarðanir hafa sett svip sinn á þessi fyrstu 20 ár UFC og afmælisviðburðinn var þar ekki undanskilinn. George St. Pierre var laminn eins og harðfiskur af áskorandanum en dómarar veittu Kanadamanninum sigurinn á silfurfati. Umdeild ákvörðun eins og sportið sjálft.Finn ekki fyrir stressi í búrinu „Ég kynntist UFC fyrst þegar ég var 17 ára og æfði karate. Ég byrjaði að æfa með Jóni Viðari Arnþórssyni, sem nú er formaður Mjölnis. Hann hafði fylgst með UFC og Pride og kynnti mig fyrir þessu. Við prófum svo að glíma og höfum ekki stoppað síðan,“ segir Gunnar. Hann segir Pride hafa verið vinsælla í sínum vinahópi en UFC. „Þar voru olnbogahögg bönnuð en það mátti nota svokölluð „fótboltaspörk“ (sparka í menn liggjandi, innsk. blm.). En annars var þetta svipað og UFC. Reyndar voru bara þrjár reglur í UFC á þessum tíma. Það var bannað að pota í augu, nota fiskikróka og bíta. En allt annað var leyfilegt og engar hlífar nema punghlíf og gómur. Engir hanskar eða svoleiðis. Svo þetta var helvíti hart og alls ekki eins sjónvarpsvænt og í dag.“ Gunnar hefur unnið tvo fyrstu bardaga sína í UFC. Hvernig tilfinning er það að keppa í búrinu? „Ég fann ekki svo mikið fyrir stressi eða svoleiðis þegar ég labbaði inn í búrið. Hafði oft keppt með myndavélar á mér áður. En maður finnur fyrir þessu fyrir utan búrið. Það er allt miklu stærra. Fleiri áhorfendur, meiri læti og umstang, fleiri blaðamenn og viðtöl. Þarna er elíta bardagamanna í heiminum og það er ótrúlega gaman og hvetjandi að vera hluti af þessu.“„Eins og að horfa á klám“ „Ég byrjaði upphaflega að fylgjast með elstu keppnunum, UFC 1 og þessu fyrsta tímabili. Bardagarnir voru til á VHS-spólum í Bónusvídeói í Mosó. Vinur minn, Steindi Jr., sagði mér frá þessum spólum. Þetta var svolítið eins og að stelast til að horfa á klám, spennandi og bannað. Maður trúði ekki eigin augun þegar menn voru kýldir liggjandi!“ segir Halldór sem hefur lýst UFC á Stöð 2. „Í byrjun var þetta miklu meira ofbeldi en nú er þetta orðin alvöruíþrótt. ímynd íþróttarinnar er miklu jákvæðari í dag. Harðjaxlaímyndin er að hverfa og með auknu öryggi verður þetta aðgengilegra fyrir almenning. Í dag er MMA ekki lengur jaðarsport fyrir mótorhjólatöffara heldur ein vinsælasta íþrótt í heimi.“ Hér að neðan má sjá flottustu rothögg í sögu UFC en valið var tilkynnt nú á dögunum. MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Fyrsta mót UFC var haldið fyrir 20 árum í Denver árið 1993. Þá var hugtakið „blandaðar bardagaíþróttir“ ekki til heldur hafði hver bardagamaður sinn eigin stíl. Sumir kepptu í boxi, aðrir í karate eða mu thai og enn aðrir í glímu. Tilgangurinn með fyrsta UFC-mótinu var að leiða mismunandi stíla saman og sjá hvaða bardagaaðferð væri best. UFC sótti innblástur sinn víða að, til að mynda í tölvuleikinn Mortal Kombat sem var á þessum tíma afar umdeildur fyrir gróft ofbeldi. Það voru engir þyngdarflokkar eða lotur heldur mættust keppendur í átthyrnda búrinu og börðust þar til yfir lauk. Fyrsti sigurvegarinn í UFC var ungur, slánalegur piltur sem barðist í karateslopp. Hann hét Royce Gracie og var hluti af fjölskyldu sem hafði búið til nýja tegund af sjálfsvarnarlist – brasilískt jiu-jitsu. Royce Gracie tók hvern andstæðinginn af fætur öðrum, dró þá á gólfið og læsti í stöðum sem ómögulegt var að losna úr. Royce Gracie sýndi heiminum mátt brasilísks jiu-jitsu en óyfirlýstur tilgangur fyrstu UFC-keppninnar var að auglýsa bardagakerfi fjölskyldunnar.Engar reglur Á þessum tíma var slagorð UFC: Það eru engar reglur! Þegar horft er á upptökur frá fyrstu mótunum er ofbeldið á stundum yfirþyrmandi. Það mátti rífa í hár, berja í pung, rífa sundur varir (kallað „fiskikrókur“), skalla og henda mönnum yfir búrið. Það var reyndar bannað að bíta en í lagi að sparka í liggjandi mann. Það voru heldur engir hanskar líkt og í UFC í dag heldur börðust menn með berum hnefum. Þessi áhersla UFC á regluleysi var bæði blessun og bölvun. Ofbeldið og blóðið vakti gríðarlega athygli á UFC sem varð á skömmum tíma vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum og aðdáendum fjölgaði hratt. En regluleysið átti líka eftir að kosta UFC peninga og tíma í réttarsölum, sérstaklega eftir að þingmaðurinn John McCain steig fram og líkti UFC við hanaat með lifandi einstaklingum. Þessi stimpill átti eftir að loða við UFC árum saman. Reynt var að bæta við reglum, hinir umdeildu „fiskikrókar“ voru bannaðir, líka að pota í augu og keppendur voru skyldaðir til að vera með hanska.Mennskt hanaat „Mennska hanaatið“ var bannað í einu ríki í Bandaríkjunum og erfitt reyndist að fá leyfi í öðrum ríkjum. Eigendur UFC stefndu í gjaldþrot. Um aldamótin var UFC selt. Nýju eigendurnir voru einlægir aðdáendur blandaðra bardagaíþrótta og gullöld UFC gekk í garð. UFC keypti upp samkeppnina – til að mynda hina vinsælu Pride-bardagakeppni í Japan sem var á tímabili stærri en UFC. Það var ekki bara nýtt fjármagn sem breytti ásýnd UFC. Gamli götubardagastimpillinn var endanlega máður út. Nýjar reglur, með því markmiði að gera bardagana öruggari, voru kynntar og í raun varð ný íþrótt til – MMA eða blandaðar bardagalistir sem allur heimurinn þekkir í dag. Menn á borð við Anderson Silva og George St. -Pierre urðu stærstu stjörnur blandaðra bardagaíþrótta í sögunni. Það var ekki tilviljun að UFC fékk kandamaninn George st. Pierre til að berjast vid askorandann Johny Hendricks síðustu helgi þegar UFC fagnaði 20 ára afmæli sínu. Umdeildar ákvarðanir hafa sett svip sinn á þessi fyrstu 20 ár UFC og afmælisviðburðinn var þar ekki undanskilinn. George St. Pierre var laminn eins og harðfiskur af áskorandanum en dómarar veittu Kanadamanninum sigurinn á silfurfati. Umdeild ákvörðun eins og sportið sjálft.Finn ekki fyrir stressi í búrinu „Ég kynntist UFC fyrst þegar ég var 17 ára og æfði karate. Ég byrjaði að æfa með Jóni Viðari Arnþórssyni, sem nú er formaður Mjölnis. Hann hafði fylgst með UFC og Pride og kynnti mig fyrir þessu. Við prófum svo að glíma og höfum ekki stoppað síðan,“ segir Gunnar. Hann segir Pride hafa verið vinsælla í sínum vinahópi en UFC. „Þar voru olnbogahögg bönnuð en það mátti nota svokölluð „fótboltaspörk“ (sparka í menn liggjandi, innsk. blm.). En annars var þetta svipað og UFC. Reyndar voru bara þrjár reglur í UFC á þessum tíma. Það var bannað að pota í augu, nota fiskikróka og bíta. En allt annað var leyfilegt og engar hlífar nema punghlíf og gómur. Engir hanskar eða svoleiðis. Svo þetta var helvíti hart og alls ekki eins sjónvarpsvænt og í dag.“ Gunnar hefur unnið tvo fyrstu bardaga sína í UFC. Hvernig tilfinning er það að keppa í búrinu? „Ég fann ekki svo mikið fyrir stressi eða svoleiðis þegar ég labbaði inn í búrið. Hafði oft keppt með myndavélar á mér áður. En maður finnur fyrir þessu fyrir utan búrið. Það er allt miklu stærra. Fleiri áhorfendur, meiri læti og umstang, fleiri blaðamenn og viðtöl. Þarna er elíta bardagamanna í heiminum og það er ótrúlega gaman og hvetjandi að vera hluti af þessu.“„Eins og að horfa á klám“ „Ég byrjaði upphaflega að fylgjast með elstu keppnunum, UFC 1 og þessu fyrsta tímabili. Bardagarnir voru til á VHS-spólum í Bónusvídeói í Mosó. Vinur minn, Steindi Jr., sagði mér frá þessum spólum. Þetta var svolítið eins og að stelast til að horfa á klám, spennandi og bannað. Maður trúði ekki eigin augun þegar menn voru kýldir liggjandi!“ segir Halldór sem hefur lýst UFC á Stöð 2. „Í byrjun var þetta miklu meira ofbeldi en nú er þetta orðin alvöruíþrótt. ímynd íþróttarinnar er miklu jákvæðari í dag. Harðjaxlaímyndin er að hverfa og með auknu öryggi verður þetta aðgengilegra fyrir almenning. Í dag er MMA ekki lengur jaðarsport fyrir mótorhjólatöffara heldur ein vinsælasta íþrótt í heimi.“ Hér að neðan má sjá flottustu rothögg í sögu UFC en valið var tilkynnt nú á dögunum.
MMA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira