Bullandi sögur og tilfinningar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 12:00 Skáldið: "Fólki finnst alltaf að það sé allt satt í svona bókum.” Fréttablaðið/GVA Stúlka með maga er skáldættarsaga Þórunnar Erlu og Valdimarsdóttur, sögð í fyrstu persónu af móður hennar. Erla Þórdís Jónsdóttir leitar uppi sögu sína og ættarinnar gegnum gömul bréf, dagbækur og skjöl. Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Borgarfjörður, Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þórunn móðir Erlu, sem bókin Stúlka með fingur fjallar um, er enskukennari og Jón Alexandersson, maður hennar, forstjóri hlustendaþjónustu Ríkisútvarpsins frá 1930 til dauðadags. Það kom Þórunni mest á óvart í þessari ferð um texta móðurfjölskyldunnar að átta sig á því að Jón og Þórunn, fínir borgarar á Víðimel, lifðu í skugga sýfiliss. Hún segir kominn tíma til að létta bannhelginni af þessum sjúkdómi. Lítið er fjallað um tímann eftir 1951 og bókin full af fínum aldarfarslýsingum og gleði. Ekki skortir strákastand, músík, bíó og böll. „Mamma hefur auðvitað alltaf verið aðalpersóna í mínu lífi,“ segir Þórunn spurð hvort þessi bók hafi ekki mallað lengi í undirmeðvitundinni. „Hún hlaut grimm örlög, var bara 42 ára þegar hún fékk krabbamein í andlitið. Þetta er samt alls engin vælubók! Mamma var sterk, jákvæð og töfrandi. Hún segir frá mótunarárum sínum, fram til tuttugu og tveggja ára aldurs. Stiklar mjög lauslega á framhaldinu.“Flaggar sýfilisnum Fyrsti hluti Stúlku með maga fjallar um forfeður Þórunnar og Erlu, annar hlutinn um foreldra Erlu og sá þriðji um Erlu sjálfa. Sagan er sögð í fyrstu persónu með rödd Erlu sem grúskar í gömlum sögum og bréfum og kemst að ýmsu sem hún ekki vissi. „Þetta er skáldættarsaga,“ segir Þórunn. „Fólki finnst alltaf að það sé allt satt í svona bókum þannig að ég leyfði mér að hafa drekann, ættarfylgjuna, með og fara með fólk út fyrir veruleikann.“ Ýmsar upplýsingar koma fram í bókinni sem ekki hafa verið á vitorði fólks hingað til. „Það gleður mig að geta flaggað sýfilis ömmu og afa,“ segir Þórunn. „Það hefur hvílt svo svakaleg bannhelgi á því að fjalla um þann sjúkdóm. Ég þekki fólk með alnæmi sem getur ekki sagt frá því og ég held að öll opinber umræða um þessa sjúkdóma sé af hinu góða. Þetta er síðasta tabúið.“ Það eru reyndar ekki nema tvö ár síðan Þórunn fann bréf sem höfðu farið á milli afa hennar og ömmu og komst þá að því í fyrsta sinn að afi hennar hafði smitast af sýfilis og smitað ömmu hennar. „Það var aldrei talað um þetta. Ég veit ekki einu sinni hvort mamma vissi þetta, hún minntist allavega aldrei á það við okkur. Ég hélt alltaf að amma hefði verið með Alzheimer-sjúkdóminn en veit núna að það var þriðja stigs sýfilis sem fór í heilann á henni. Ég fékk auðvitað áfall þegar ég uppgötvaði þetta og er fegin að hafa verið hlíft við þessu á sínum tíma þegar maður var lítill kjáni sem ekki skildi heiminn. Við systkinin fórum lítil með mömmu á Farsóttarheimilið þegar Þórunn amma var orðin mjög veik, með andlit allt í kippum. Þegar ég spurði út í sjúkdóminn sagði mamma að það sem hrjáði hana væri heilarýrnun. Þegar ég hafði jafnað mig eftir áfallið sem bréfin ollu fór ég að skilja alla sögu móður minnar miklu betur og ýmislegt sem hafði áður verið óskiljanlegt féll á sinn stað í púslinu.“Neitaði að taka í hönd Erlu Erla, móðir Þórunnar, var einkabarn, minnsti fyrirburi á landinu og kraftaverk að foreldrar hennar skyldu geta eignast barn. Móðir hennar missti fóstur hvað eftir annað. Erla hætti í háskólanum ólétt í annað sinn og sættist við það hlutverk að verða móðir og húsmóðir. Hún átti sjö börn og bætti sér upp systkinaskortinn. Þegar hún varð ófrísk námsmey í M.R. varð hún fyrsta stúlkan í sögu skólans, telur Þórunn, sem lét ekki hrekja sig úr skóla þrátt fyrir barneignina. Sú ákvörðun olli því að þegar henni var afhent stúdentsskírteinið á sal menntaskólans tók rektor ekki í útrétta höndina á henni eins og hinum stúdentunum, nokkuð sem Þórunn segir hafa setið í móður sinni alla tíð. „Hún talaði aldrei um það en á dánarbeði sagði hún Lilju systur frá þessari niðurlægingu. Í þessari senu speglast svo mikil kvennasaga að mér fannst að ég þyrfti að gefa þjóðinni þessa bók.“ Þórunn segir þó alls ekki við Pálma rektor að sakast í þessu tilfelli, svona hafi hugsunarhátturinn bara verið á þeim tíma. „Sem sagnfræðingur reyni ég í bókinni að láta lesandann skynja að það er hugsunarháttur og tíðarandi sem stjórnar gerðum fólks.“Sagnfræðin og tilfinningarnar Er ekkert erfitt að halda sagnfræðilegri fjarlægð á efni sem snertir mann persónulega? „Nei, sagnfræðin er bara styrkur sem og sú reynsla að hafa skrifað nítján bækur um ólík efni, sönn og skálduð. Annar hver roskinn maður á bréf ofan í skúffu. Það voru forréttindi að hafa tíma til að skoða eigin fortíð, allir ættu að finna sér tíma til þess. Hver einasti maður hefur gengið í gegnum einstakar þjóðfélagsbreytingar og allir hafa sögu að segja. Það eru bullandi sögur og tilfinningar í hverri einustu fjölskyldu.“ Það skortir ekki tilfinningasveiflurnar í sögu Erlu. Samband hennar við fyrri eiginmann sinn, Valdimar föður Þórunnar, er stormasamt. Þau skilja tvisvar og í síðara sinnið vegna þess að Valdimar á von á barni með annarri konu og segir henni það. Þórunn, þá tíu ára, verður vitni að því samtali, falin á bak við hurð. „Auðvitað voru þetta átök,“ viðurkennir hún. „En þegar pabbi fer þá er það vegna þess að mamma rekur hann út. Í gamla tímanum eignuðust menn börn framhjá, um það eru dæmi í ættinni og konurnar létu sig hafa það, en það voru að renna upp nýir tímar árið 1965. Mamma jafnaði sig fljótt og fann sér nýjan mann, fór í stúdentadeild Kennaraskólans og kenndi börnum. Mér þótti alltaf óskaplega vænt um pabba, ásakaði hann aldrei. Það sem var sárast var að með honum fóru systkinin næst mér í aldri, Lilja og Trausti, en þar var heldur ekki við hann að sakast, það þótti sjálfsagt á þessum tíma. Hann vildi svo vel.“Erfiðleikar gott byggingarefni Erla greindist með beinkrabba í andliti 42 ára gömul og glímdi við hann síðustu þrettán árin sem hún lifði. Missti vinstra kinnbein, auga og efri kjálka, að sögn Þórunnar. „Þetta tímabil er utan bókar, en ég skil að þú hafir áhuga á þessu. Það tíðkuðust sömu hrossalækningarnar við krabbameini þá eins og nú. Mamma fékk gerviauga og kinnbein áfast gleraugum. Það myndi enginn láta bjóða sér í dag, á tíma lýtalækninga. Við systkinin sjö erum öll eldri en hún þegar hún veiktist og þakklát fyrir að hafa heilsu og vera lifandi. Erfiðleikar eru gott byggingarefni. Allar ættir fá sinn skammt af þeim.“ Stúlka með maga er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Stúlka með fingur, þar sem Þórunn rakti bernsku og unglingsár ömmu sinnar, er ekki næsta skref að skrifa eigin ævisögu og hvað mun hún þá heita? „Það er ekki útilokað, ég djóka allavegana með það – allt þá þrennt er. Í fantasíunni heitir hún Stúlka með höfuð því þegar mælt var ummál stúdentsefna í MH fyrir stúdentshúfurnar var ég með stærsta kvenhöfuðið í árganginum! Tíhí og haha! Ég er með margar bækur í bígerð, satt að segja, hef aldrei skynjað mig yngri en nú. Næsta verkefni er ævisaga Skúla fógeta, föður Reykjavíkur. En best er að segja með fullum fyrirvara eins og Matthías Jochumsson: Ef algóðum Guði þóknast að varðveita mig til þess.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stúlka með maga er skáldættarsaga Þórunnar Erlu og Valdimarsdóttur, sögð í fyrstu persónu af móður hennar. Erla Þórdís Jónsdóttir leitar uppi sögu sína og ættarinnar gegnum gömul bréf, dagbækur og skjöl. Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Borgarfjörður, Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þórunn móðir Erlu, sem bókin Stúlka með fingur fjallar um, er enskukennari og Jón Alexandersson, maður hennar, forstjóri hlustendaþjónustu Ríkisútvarpsins frá 1930 til dauðadags. Það kom Þórunni mest á óvart í þessari ferð um texta móðurfjölskyldunnar að átta sig á því að Jón og Þórunn, fínir borgarar á Víðimel, lifðu í skugga sýfiliss. Hún segir kominn tíma til að létta bannhelginni af þessum sjúkdómi. Lítið er fjallað um tímann eftir 1951 og bókin full af fínum aldarfarslýsingum og gleði. Ekki skortir strákastand, músík, bíó og böll. „Mamma hefur auðvitað alltaf verið aðalpersóna í mínu lífi,“ segir Þórunn spurð hvort þessi bók hafi ekki mallað lengi í undirmeðvitundinni. „Hún hlaut grimm örlög, var bara 42 ára þegar hún fékk krabbamein í andlitið. Þetta er samt alls engin vælubók! Mamma var sterk, jákvæð og töfrandi. Hún segir frá mótunarárum sínum, fram til tuttugu og tveggja ára aldurs. Stiklar mjög lauslega á framhaldinu.“Flaggar sýfilisnum Fyrsti hluti Stúlku með maga fjallar um forfeður Þórunnar og Erlu, annar hlutinn um foreldra Erlu og sá þriðji um Erlu sjálfa. Sagan er sögð í fyrstu persónu með rödd Erlu sem grúskar í gömlum sögum og bréfum og kemst að ýmsu sem hún ekki vissi. „Þetta er skáldættarsaga,“ segir Þórunn. „Fólki finnst alltaf að það sé allt satt í svona bókum þannig að ég leyfði mér að hafa drekann, ættarfylgjuna, með og fara með fólk út fyrir veruleikann.“ Ýmsar upplýsingar koma fram í bókinni sem ekki hafa verið á vitorði fólks hingað til. „Það gleður mig að geta flaggað sýfilis ömmu og afa,“ segir Þórunn. „Það hefur hvílt svo svakaleg bannhelgi á því að fjalla um þann sjúkdóm. Ég þekki fólk með alnæmi sem getur ekki sagt frá því og ég held að öll opinber umræða um þessa sjúkdóma sé af hinu góða. Þetta er síðasta tabúið.“ Það eru reyndar ekki nema tvö ár síðan Þórunn fann bréf sem höfðu farið á milli afa hennar og ömmu og komst þá að því í fyrsta sinn að afi hennar hafði smitast af sýfilis og smitað ömmu hennar. „Það var aldrei talað um þetta. Ég veit ekki einu sinni hvort mamma vissi þetta, hún minntist allavega aldrei á það við okkur. Ég hélt alltaf að amma hefði verið með Alzheimer-sjúkdóminn en veit núna að það var þriðja stigs sýfilis sem fór í heilann á henni. Ég fékk auðvitað áfall þegar ég uppgötvaði þetta og er fegin að hafa verið hlíft við þessu á sínum tíma þegar maður var lítill kjáni sem ekki skildi heiminn. Við systkinin fórum lítil með mömmu á Farsóttarheimilið þegar Þórunn amma var orðin mjög veik, með andlit allt í kippum. Þegar ég spurði út í sjúkdóminn sagði mamma að það sem hrjáði hana væri heilarýrnun. Þegar ég hafði jafnað mig eftir áfallið sem bréfin ollu fór ég að skilja alla sögu móður minnar miklu betur og ýmislegt sem hafði áður verið óskiljanlegt féll á sinn stað í púslinu.“Neitaði að taka í hönd Erlu Erla, móðir Þórunnar, var einkabarn, minnsti fyrirburi á landinu og kraftaverk að foreldrar hennar skyldu geta eignast barn. Móðir hennar missti fóstur hvað eftir annað. Erla hætti í háskólanum ólétt í annað sinn og sættist við það hlutverk að verða móðir og húsmóðir. Hún átti sjö börn og bætti sér upp systkinaskortinn. Þegar hún varð ófrísk námsmey í M.R. varð hún fyrsta stúlkan í sögu skólans, telur Þórunn, sem lét ekki hrekja sig úr skóla þrátt fyrir barneignina. Sú ákvörðun olli því að þegar henni var afhent stúdentsskírteinið á sal menntaskólans tók rektor ekki í útrétta höndina á henni eins og hinum stúdentunum, nokkuð sem Þórunn segir hafa setið í móður sinni alla tíð. „Hún talaði aldrei um það en á dánarbeði sagði hún Lilju systur frá þessari niðurlægingu. Í þessari senu speglast svo mikil kvennasaga að mér fannst að ég þyrfti að gefa þjóðinni þessa bók.“ Þórunn segir þó alls ekki við Pálma rektor að sakast í þessu tilfelli, svona hafi hugsunarhátturinn bara verið á þeim tíma. „Sem sagnfræðingur reyni ég í bókinni að láta lesandann skynja að það er hugsunarháttur og tíðarandi sem stjórnar gerðum fólks.“Sagnfræðin og tilfinningarnar Er ekkert erfitt að halda sagnfræðilegri fjarlægð á efni sem snertir mann persónulega? „Nei, sagnfræðin er bara styrkur sem og sú reynsla að hafa skrifað nítján bækur um ólík efni, sönn og skálduð. Annar hver roskinn maður á bréf ofan í skúffu. Það voru forréttindi að hafa tíma til að skoða eigin fortíð, allir ættu að finna sér tíma til þess. Hver einasti maður hefur gengið í gegnum einstakar þjóðfélagsbreytingar og allir hafa sögu að segja. Það eru bullandi sögur og tilfinningar í hverri einustu fjölskyldu.“ Það skortir ekki tilfinningasveiflurnar í sögu Erlu. Samband hennar við fyrri eiginmann sinn, Valdimar föður Þórunnar, er stormasamt. Þau skilja tvisvar og í síðara sinnið vegna þess að Valdimar á von á barni með annarri konu og segir henni það. Þórunn, þá tíu ára, verður vitni að því samtali, falin á bak við hurð. „Auðvitað voru þetta átök,“ viðurkennir hún. „En þegar pabbi fer þá er það vegna þess að mamma rekur hann út. Í gamla tímanum eignuðust menn börn framhjá, um það eru dæmi í ættinni og konurnar létu sig hafa það, en það voru að renna upp nýir tímar árið 1965. Mamma jafnaði sig fljótt og fann sér nýjan mann, fór í stúdentadeild Kennaraskólans og kenndi börnum. Mér þótti alltaf óskaplega vænt um pabba, ásakaði hann aldrei. Það sem var sárast var að með honum fóru systkinin næst mér í aldri, Lilja og Trausti, en þar var heldur ekki við hann að sakast, það þótti sjálfsagt á þessum tíma. Hann vildi svo vel.“Erfiðleikar gott byggingarefni Erla greindist með beinkrabba í andliti 42 ára gömul og glímdi við hann síðustu þrettán árin sem hún lifði. Missti vinstra kinnbein, auga og efri kjálka, að sögn Þórunnar. „Þetta tímabil er utan bókar, en ég skil að þú hafir áhuga á þessu. Það tíðkuðust sömu hrossalækningarnar við krabbameini þá eins og nú. Mamma fékk gerviauga og kinnbein áfast gleraugum. Það myndi enginn láta bjóða sér í dag, á tíma lýtalækninga. Við systkinin sjö erum öll eldri en hún þegar hún veiktist og þakklát fyrir að hafa heilsu og vera lifandi. Erfiðleikar eru gott byggingarefni. Allar ættir fá sinn skammt af þeim.“ Stúlka með maga er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Stúlka með fingur, þar sem Þórunn rakti bernsku og unglingsár ömmu sinnar, er ekki næsta skref að skrifa eigin ævisögu og hvað mun hún þá heita? „Það er ekki útilokað, ég djóka allavegana með það – allt þá þrennt er. Í fantasíunni heitir hún Stúlka með höfuð því þegar mælt var ummál stúdentsefna í MH fyrir stúdentshúfurnar var ég með stærsta kvenhöfuðið í árganginum! Tíhí og haha! Ég er með margar bækur í bígerð, satt að segja, hef aldrei skynjað mig yngri en nú. Næsta verkefni er ævisaga Skúla fógeta, föður Reykjavíkur. En best er að segja með fullum fyrirvara eins og Matthías Jochumsson: Ef algóðum Guði þóknast að varðveita mig til þess.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira