Fannst vanta meiri breidd í barnabækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir eru báðar miklir lestrarhestar og hafa brennandi ástríðu fyrir lesefni barna og unglinga. Fréttablaðið/Valli Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókabeitan er vaxandi útgáfufyrirtæki sem helgar sig alfarið barna- og unglingabókum. Umfangið hefur vaxið ár frá ári, í ár eru útgefnir titlar tólf og sú nýbreytni hefur verið tekin upp að ókeypis rafbók fylgir hverri prentaðri bók eftir íslenskan höfund. „Við stofnuðum Bókabeituna árið 2011,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem ásamt Birgittu Elínu Hassell er eigandi, höfundur og starfsmaður á plani hjá útgáfunni. „Málið var að eftir að við skrifuðum fyrstu tvær Rökkurhæðabækurnar ákváðum við að gefa þær út sjálfar til að fá að ráða öllu um það hvernig þær litu út. Í fyrra gáfum svo út tvær í viðbót og þá bættist Kamilla vindmylla við auk þess sem við þýddum eina bók og gáfum út.“ Á þessu ári var ætlunin að tvöfalda útgáfuna og gefa út átta titla en það vatt upp á sig og eru útgefnir titlar tólf á þessari vertíð. „Við fórum upphaflega út í þetta vegna þess að okkur fannst vanta meiri breidd í barna- og unglingabókaútgáfuna,“ segir Marta. „Svo bara vatt þetta upp á sig og nú erum við búnar að skipta Bókabeitunni í tvennt, eða eiginlega þrennt: Bókaútgáfan Björt gefur út bækur fyrir ungmenni frá 14 ára og upp úr, svokallaðar „Young Adult“-bækur. Töfraland er með bækur sem höfða til yngsta aldurshópsins, 0-6 ára, og Bókabeitan er svo skrifuð fyrir þeim bókum sem falla þarna á milli.“ Útgáfan er alfarið helguð barna- og unglingabókum og Marta segir það meðal annars helgast af því að þær Birgitta séu báðar kennaramenntaðar og hafi einlægan áhuga á því að auka lestur barna og unglinga. Liður í því er að nú fylgir ókeypis rafbók með öllum bókum eftir íslenska höfunda sem Bókabeitan gefur út. „Inni í hverri bók er miði með leiðbeiningum um hvernig farið er inn á bokabeitan.is og síðan fylgir kóði sem sleginn er inn til að sækja rafbókina frítt. Það er lítið um rafbækur fyrir þennan aldurshóp og okkur langar til að kynna þetta form fyrir krökkunum, aðallega unglingunum sem eru alltaf með símana í höndunum. Þeir geta þá lesið í strætó og hvar sem er án þess að þurfa að taka prentuðu bókina með sér hvert sem þeir fara.“ Hvernig hefur þessi nýbreytni mælst fyrir? „Bara mjög vel. Fólk er byrjað að hala bækurnar niður á síðunni hjá okkur og þetta spyrst vel út. Flestir lesa mest af því sem þeir lesa á rafrænu formi, það er bara veruleikinn í dag og maður verður að laga sig að því. Okkar markmið er fyrst og fremst að fá krakkana til að lesa með því að gefa út spennandi og skemmtilegar bækur, við erum ekkert að reyna að kenna þeim neitt.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira