Myndirnar urðu innblástur fyrir bækur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 12:00 Sýning Gunnellu, Hoppsalahei, er í Gróskusalnum í Garðabæ, sem er í sama húsi og vinnustofa hennar. Hún verður einungis opin í eina viku frá 7. til 15. desember. „Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnustofu,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsalahei sem hún opnar á laugardaginn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöfundurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunnella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá myndunum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta myndirnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka viðurkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurnar eru komnar út á íslensku í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn í þýðingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Winter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemningum.“Bandaríski rithöfundurinn Buce McMillan hefur skrifað tvær bækur við myndir gunnellu og sú þriðja er í vinnslu.Gunnella er einnig frumkvöðull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til annarra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða glertorgið hjá versluninni Víði. Sýningin verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýningardagana.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira