Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 16. desember 2013 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. Meðgönguljóð er útgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Nýverið voru fjögur ný skáld tekin inn í raðir meðgönguljóðskálda. fréttablaðið/vilhelm Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira