Skúrinn breytist í útvarp og grammófón Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2013 11:00 Finnur Arnar smíðar sjálfur lúðurinn sem festur verður á Skúrinn til að varpa söngnum til áheyrenda. „Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20. Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20.
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira