Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Það verður vafalítið skemmtileg stund er Drogba kemur aftur til Chelsea. Hann mun örugglega fá faðmlag frá Mourinho. Mynd/NordicPhotos/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, talaði um fyrir dráttinn í Meistaradeildinni að hann vildi endilega spila gegn Didier Drogba og Galatasaray. Það sem Jose vill fær hann venjulega og engin breyting varð á því er dregið var í gær. „Þvílíkur dráttur. Ég er heppnasti maðurinn í Meistaradeildinni. Ég verð á heimavelli í báðum leikjum. Sjáumst eftir nokkra mánuði,“ skrifaði Drogba á Instagram-síðu sína eftir dráttinn en hann vildi endilega koma aftur á Brúna og spila gegn Mourinho og félögum. Drogba lék 340 leiki fyrir Chelsea á sínum tíma og er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði er Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Mourinho hvatti til þess að hann fengi hlýjar móttökur og þær mun hann alveg örugglega fá. Man. City vill ekki mæta Barca Það var vitað allan tímann að bæði Man. City og Arsenal myndu fá sterka andstæðinga þar sem þeim tókst ekki að vinna sína riðla. Man. City kom fyrst upp úr skálinni í gær. Andstæðingur þeirra verður Barcelona. Alvöru stórleikur. „Lið verða að spila gegn því liði sem það fær en Man. City vill ekki spila á móti Barcelona,“ sagði Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, ákveðinn en hann veit engu að síður að hann er að fara að spila gegn afar sterku liði. „City er með marga frábæra leikmenn. Við munum fara á þeirra völl til þess að vinna engu að síður.“ Martino mun mæta Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfara Real Madrid, á hliðarlínunni. „Það verður mjög spennandi að spila gegn liði Pellegrini en mér finnst hann vera einn besti þjálfari heims.“Vildi frekar Zenit en Arsenal Arsenal á ekki síður erfitt verkefni fyrir höndum gegn Evrópumeisturum Bayern. Þessi lið mættust einnig í sextán liða úrslitunum í fyrra og þá hafði Bayern betur. „Það voru auðveldari andstæðingar í pottinum. Það er alveg ljóst. Ég hefði til að mynda frekar viljað spila gegn Zenit en Arsenal,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bæjara. „Við erum samt ekkert að syrgja þennan drátt. Það liggur fyrir að það þarf að vinna alvöru lið til þess að komast áfram í þessari keppni. Við þurfum að spila tvo góða leiki. Með þrjá Þjóðverja í liðinu er að komast meiri stöðugleiki í þeirra lið og liðið er að spila vel.“ Real Madrid var talið nokkuð heppið með að lenda gegn Schalke. Real hefur fallið úr leik í undanúrslitum síðustu ár en ætlar sér stærri hluti í vetur. „Það er ekkert auðvelt verkefni í sextán liða úrslitunum. Við þurfum að vera gríðarlega einbeittir,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real. „Þetta er reynslumikið lið. Það var engin heppni að lenda gegn þessu liði. Þessi keppni er gríðarlega mikilvæg og við verðum að vera tilbúnir í febrúar.“ PSG dróst gegn Bayer Leverkusen og þjálfari þeirra, Laurent Blanc, leyndi því ekki að hann var feginn að losna við AC Milan og Arsenal. „Við sluppum við sterk lið eins og Milan og Arsenal. Við höldum samt ekki í eina sekúndu að þetta verði auðvelt. Við munum mæta tilbúnir,“ sagði Blanc eftir dráttinn. „Ég sá liðið tapa 5-0 gegn Man. Utd en sá leikur gaf ekki rétta mynd af þeirra styrkleika. Það eru mikil gæði í þessu liði eins og sést á því að það er í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira