Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:30 Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. Mynd/Daníel „Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
„Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira