Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:30 Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. Mynd/Daníel „Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira