Verða að vera bækur undir jólatrénu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 12:00 Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira