KR-ingar í fámennan klúbb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 08:00 KR-ingurinn Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira