"Sýningin er takmarkað augnablik“ 28. desember 2013 07:00 Sæmundur Þór helgason heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. MYND/Úr einkasafni Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira