Körfubolti

Sektaður um sex milljónir fyrir að leysa skóreimar mótherja sinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
J.R. Smith, til hægri, er með skrýtinn húmor.
J.R. Smith, til hægri, er með skrýtinn húmor. Mynd/AP
J.R. Smith, leikmaður New York Knicks, hefur verið í tómu tjóni á þessu tímabili í NBA-deildinni í körfubolta og er nú kominn í fréttirnar fyrir allt annað en góða frammistöðu á vellinum.

NBA-deild ákvað að sekta J.R. Smith um 50 þúsund dollara, eða rétt tæpar sex milljónir íslenskra króna, fyrir óíþróttalega framkomu í tveimur leikjum New York Knicks.

J.R. Smith var nefnilega tvisvar uppvís að því að reyna að leysa skóreimar mótherja sinna þegar hann stóð við hlið þeirra á vellinum og annar leikmaður var að taka vítaskot.

J.R. Smith tókst að leysa skóreimarnar hjá Shawn Marion, framherja Dallas Mavericks og reyndi síðan að leysa skóreimarnar hjá Greg Monroe, leikmanni Detroit Pistons, nokkrum dögum seinna en reyndar án árangurs.

J.R. Smith baðst afsökunar á twitter er brotaviljinn var greinilegur því hann fékk aðvörun eftir fyrra atvikið.

J.R. Smith er með 11,3 stig að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann var með 18,1 stig að meðaltali á síðasta tímabili þegar hann var valinn besti sjötti leikmaður NBA-deildarinnar.

Það er hægt að sjá J.R. Smith leysa skóreimar Shawn Marion hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×