Körfubolti

Ray Allen og Spike Lee íhuga að gera framhald He Got Game

Denzel Washington lék föður Allen í upprunalegu myndinni. Spurning hvort þeir leiki aftur saman.
Denzel Washington lék föður Allen í upprunalegu myndinni. Spurning hvort þeir leiki aftur saman. nordicphotos/getty
Körfuboltamyndin "He Got Game" í leikstjórn Spike Lee með Ray Allen, leikmann Miami Heat, í aðalhlutverki sló í gegn árið 1998 og nú er verið að íhuga að gera framhald myndarinnar.

Lee og Allen hafa verið að ræða saman síðustu mánuði um að gera framhald.

"Framhaldsmyndir eru oft ekki góðar og sjaldnast betri en fyrsta myndin. Við erum samt að ræða þetta og ef við náum að búa til virkilega góða sögu og fáum alla til baka þá gæti þetta verið þess virði," sagði Allen.

Hann lék Jesus Shuttlesworth í myndinni og er enn kallaður Jesus af mörgum enn þann dag í dag.

Allen mun spila í treyju merktri "J. Shuttlesworth" í næstu leikjum Miami en þá munu leikmenn liðsins spila með gælunöfn á bakinu.

Það verður gert fyrst á föstudag í leik gegn Brooklyn Nets. LeBron James verður með "King James" á bakinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×