Körfubolti

Rodman gráti næst á CNN

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rodman og félagar hans eftir viðtalið í dag.
Rodman og félagar hans eftir viðtalið í dag. Mynd/AP
„Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag.

Þarna átti hann við Kim Jong Un, umdeildan leiðtoga Norður-Kóreu, en Rodman er staddur þar í landi til að taka þátt í körfuboltaleik sem fer fram á 31 árs afmælisdegi Kim.

Rodman er fyrrum NBA-stjarna og tók með sér hóp fyrrum leikmanna til að taka þátt í viðureigninni sem verður leikinn gegn landsliði Norður-Kóreu.

Rodman hefur farið nokkrum sinnum til Norður-Kóreu að undanförnu og hefur verið gagnrýndur fyrir tengslin við leiðtogann umdeilda. Meðal annars vegna þess að nýverið lét Kim taka frænda sinn af lífi auk þess að Bandaríkjamaður að nafni Kanneth Bae hefur verið í haldi þar í landi af ókunnum ástæðum.

Stjórnandi viðtalsins, Chris Cuomo, gagnrýnir Rodman harkalega fyrir vinskapinn við Kim og að hann skuli hafa samþykkt að skipuleggja áðurnefndan körfuboltaleik.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×