Hildur með þrefalda tvennu þegar Snæfell komst í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 11:13 Hildur Sigurðardóttir. vísir/Valli Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun. Snæfell var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og með ellefu stiga forskot í hálfleik, 46-35. Valskonur minnkuðu muninn niður í eitt stig í tvígang um miðjan þriðja leikhluta en þá gaf Snæfellsliðið aftur í og tryggði sér sigur.Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var með þrefalda tvennu í leiknum, 13 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar og það þrátt fyrir að fá sína fjórðu villu þegar enn voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Það voru fleiri að spila vel hjá Snæfellsliðinu, Chynna Unique Brown var með 26 stig og 10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og 10 fráköst og hin unga Eva Margrét Kristjánsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum en hún var með 16 stig, 8 fráköst og 3 varin skot á 25 mínútum.Anna Alys Martin var atkvæðamest hjá Val með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Hallveig Jónsdóttir (20 stig) átti einnig mjög góðan leik. Snæfellskonur eru þar með komnar í undanúrslitin þriðja árið í röð undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar en kvennalið Snæfells hefur aldrei orðið bikarmeistari. Snæfellsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu en þetta var áttundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Valur-Snæfell 72-86 (17-27, 18-19, 23-17, 14-23)Valur: Anna Alys Martin 24/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 2. Snæfell: Chynna Unique Brown 26/10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 13/11 fráköst/12 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Ingi Þór Steinþórsson er að gera góða hluti með Snæfellsliðið sem hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum. Mynd/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun. Snæfell var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og með ellefu stiga forskot í hálfleik, 46-35. Valskonur minnkuðu muninn niður í eitt stig í tvígang um miðjan þriðja leikhluta en þá gaf Snæfellsliðið aftur í og tryggði sér sigur.Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var með þrefalda tvennu í leiknum, 13 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar og það þrátt fyrir að fá sína fjórðu villu þegar enn voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Það voru fleiri að spila vel hjá Snæfellsliðinu, Chynna Unique Brown var með 26 stig og 10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 17 stig og 10 fráköst og hin unga Eva Margrét Kristjánsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum en hún var með 16 stig, 8 fráköst og 3 varin skot á 25 mínútum.Anna Alys Martin var atkvæðamest hjá Val með 24 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta og Hallveig Jónsdóttir (20 stig) átti einnig mjög góðan leik. Snæfellskonur eru þar með komnar í undanúrslitin þriðja árið í röð undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar en kvennalið Snæfells hefur aldrei orðið bikarmeistari. Snæfellsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu en þetta var áttundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Valur-Snæfell 72-86 (17-27, 18-19, 23-17, 14-23)Valur: Anna Alys Martin 24/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 2. Snæfell: Chynna Unique Brown 26/10 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/10 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 13/11 fráköst/12 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Ingi Þór Steinþórsson er að gera góða hluti með Snæfellsliðið sem hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum. Mynd/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira