Lausar leikhússtjórastöður Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2014 06:45 Ýmislegt bendir til þess að Magnús Geir og Tinna séu á förum -- frá þeim stöðum sem þau hafa gegnt undanfarin ár. vísir/gva/valli Feitustu bitarnir í íslensku leikhúslífi gætu verið lausir til umsóknar áður en langt um líður. Ráðningartími Tinnu Gunnlaugsdóttur rennur út um næstu áramót. Þjóðleikhúsráð mun væntanlega auglýsa eftir nýjum Þjóðleikhússtjóra í vor eða snemmsumars. Tinna hefur setið sín tvö ráðningatímabil, samtals tíu ár. Lögum samkvæmt skal ætíð auglýsa stöðuna lausa til umsóknar eftir hvert tímabil skipunar. Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra, og telja margir hann líklegan til að hreppa þá stöðu. Þetta þýðir að bæði Þjóð- sem og Borgarleikhússtjórastaðan eru lausar.Þjóðleikhúsið.vísir/vilhelmTinna skilar góðu búiVíst er að margir verða kallaðir en fáir útvaldir. Vísir hefur rætt við fjölmarga innan leikhússins sem þekkja vel til og þeir segja að leikhússtjórastaða sé ákaflega flókin og hreint ekki fyrir hvern sem er að takast á við slíkt verkefni. Um er að ræða flókinn vinnustað þar sem starfað er með fólki sem tilheyra sjö stéttarfélögum á miklum samkeppnismarkaði. Þetta eru stofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé, bæði Þjóðleikhús og Borgarleikhús, sem verða að starfa að teknu tilliti til fjárlaga og starfsmannalaga sem tryggja starfsfólki víðtækan rétt. Þjóðleikhúsið hefur að undanförnu mátt mæta einum þriðja niðurskurði en skilaði engu að síður 23 milljónum króna í rekstrarafgang á síðasta ári. Framlag hins opinbera var 725 milljónir en rekstrarkostnaður var vel yfir milljarð. Þetta þýðir að sértekjur hússins eru vel yfir 300 milljónir; sem eru einkum miðasölutekjur. 110 þúsund áhorfendur létu sjá sig í Þjóðleikhúsinu á síðasta rekstrarári. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Ara Matthíassyni, framkvæmdastjóra leikhússins.Borgarleikhúsið.vísir/stefánBorgarleikhúsið stendur vel Borgarleikhúsið nýtur enn meiri rekstrarframlags eða 860 milljón króna samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, áætlun fyrir árið 2014, 837,4 milljónir fóru til Leikfélags Reykjavíkur árið 2013. Að auki fær Borgarleikhúsið 60 milljónir til tækjakaupa. Á árinu 2013 var rekstrarframlag Reykjavíkurborgar til Borgarleikhússins 502.9 milljónir. Jafnframt reiknar Reykjavíkurborg sér innri leigu fyrir Borgarleikhúsið að fjárhæð 334.5. Það skýrir heildar fjárhæðina 837.4 milljónir sem birtast í fjárhagsáætlun borgarinnar, en Leikfélag Reykjavíkur ses. hefur að sjálfsögðu ekkert með innri leigu borgarinnar að gera. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini S. Ásmundssyni framkvæmdastjóra Borgarleikhússins sem bendir jafnframt á að gestafjöldi Borgarleikhússins síðustu fimm árin hefur verið árlega um 210-220 þúsund. Þar hefur gengið vel enda hefur Magnús Geir leikhússtjóri verið naskur á að setja upp sýningar sem höfða til fjöldans. Einhverjir myndu hugsanlega segja að hann hafi markaðsvætt leikhús sem rekið er fyrir opinbert fé en um það má deila. Hann er einkum talinn hafa staðið sig vel í að setja upp dagskrá sem höfðar til áhorfenda og laða til sín gott fólk. Sem er meira en segja það en einkum þar býr galdurinn að baki góðs leikhússtjóra. Í bréfi sem Magnús sendi þeim sem starfa í Borgarleikhúsinu og tilkynnti að hann vilji nú í Ríkisútvarpið segir: „Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið.“Talið víst að Magnús sé á förum Þeir sem Vísir hefur rætt við telja líklegt að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, séu því ekki fráhverfir að Magnús Geir verði næsti útvarpsstjóri, þrátt fyrir litla sem enga reynslu Magnúsar af fjölmiðlum. Umsóknarfrestur um stöðuna var framlengdur um viku eftir að Magnús Geir hafði hafnað því að hann yrði meðal umsækjenda í viðtali á Rás 2 nú í byrjun árs.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, er formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur – hún sjálf var nefnd sem hugsanlegur kandídat í útvarpsstjórastöðuna. Það kemur í hlut Þorgerðar að finna nýjan Borgarleikhússtjóra, ef Magnús verður ráðinn til Ríkisútvarpsins. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Feitustu bitarnir í íslensku leikhúslífi gætu verið lausir til umsóknar áður en langt um líður. Ráðningartími Tinnu Gunnlaugsdóttur rennur út um næstu áramót. Þjóðleikhúsráð mun væntanlega auglýsa eftir nýjum Þjóðleikhússtjóra í vor eða snemmsumars. Tinna hefur setið sín tvö ráðningatímabil, samtals tíu ár. Lögum samkvæmt skal ætíð auglýsa stöðuna lausa til umsóknar eftir hvert tímabil skipunar. Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra, og telja margir hann líklegan til að hreppa þá stöðu. Þetta þýðir að bæði Þjóð- sem og Borgarleikhússtjórastaðan eru lausar.Þjóðleikhúsið.vísir/vilhelmTinna skilar góðu búiVíst er að margir verða kallaðir en fáir útvaldir. Vísir hefur rætt við fjölmarga innan leikhússins sem þekkja vel til og þeir segja að leikhússtjórastaða sé ákaflega flókin og hreint ekki fyrir hvern sem er að takast á við slíkt verkefni. Um er að ræða flókinn vinnustað þar sem starfað er með fólki sem tilheyra sjö stéttarfélögum á miklum samkeppnismarkaði. Þetta eru stofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé, bæði Þjóðleikhús og Borgarleikhús, sem verða að starfa að teknu tilliti til fjárlaga og starfsmannalaga sem tryggja starfsfólki víðtækan rétt. Þjóðleikhúsið hefur að undanförnu mátt mæta einum þriðja niðurskurði en skilaði engu að síður 23 milljónum króna í rekstrarafgang á síðasta ári. Framlag hins opinbera var 725 milljónir en rekstrarkostnaður var vel yfir milljarð. Þetta þýðir að sértekjur hússins eru vel yfir 300 milljónir; sem eru einkum miðasölutekjur. 110 þúsund áhorfendur létu sjá sig í Þjóðleikhúsinu á síðasta rekstrarári. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Ara Matthíassyni, framkvæmdastjóra leikhússins.Borgarleikhúsið.vísir/stefánBorgarleikhúsið stendur vel Borgarleikhúsið nýtur enn meiri rekstrarframlags eða 860 milljón króna samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, áætlun fyrir árið 2014, 837,4 milljónir fóru til Leikfélags Reykjavíkur árið 2013. Að auki fær Borgarleikhúsið 60 milljónir til tækjakaupa. Á árinu 2013 var rekstrarframlag Reykjavíkurborgar til Borgarleikhússins 502.9 milljónir. Jafnframt reiknar Reykjavíkurborg sér innri leigu fyrir Borgarleikhúsið að fjárhæð 334.5. Það skýrir heildar fjárhæðina 837.4 milljónir sem birtast í fjárhagsáætlun borgarinnar, en Leikfélag Reykjavíkur ses. hefur að sjálfsögðu ekkert með innri leigu borgarinnar að gera. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini S. Ásmundssyni framkvæmdastjóra Borgarleikhússins sem bendir jafnframt á að gestafjöldi Borgarleikhússins síðustu fimm árin hefur verið árlega um 210-220 þúsund. Þar hefur gengið vel enda hefur Magnús Geir leikhússtjóri verið naskur á að setja upp sýningar sem höfða til fjöldans. Einhverjir myndu hugsanlega segja að hann hafi markaðsvætt leikhús sem rekið er fyrir opinbert fé en um það má deila. Hann er einkum talinn hafa staðið sig vel í að setja upp dagskrá sem höfðar til áhorfenda og laða til sín gott fólk. Sem er meira en segja það en einkum þar býr galdurinn að baki góðs leikhússtjóra. Í bréfi sem Magnús sendi þeim sem starfa í Borgarleikhúsinu og tilkynnti að hann vilji nú í Ríkisútvarpið segir: „Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið.“Talið víst að Magnús sé á förum Þeir sem Vísir hefur rætt við telja líklegt að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, séu því ekki fráhverfir að Magnús Geir verði næsti útvarpsstjóri, þrátt fyrir litla sem enga reynslu Magnúsar af fjölmiðlum. Umsóknarfrestur um stöðuna var framlengdur um viku eftir að Magnús Geir hafði hafnað því að hann yrði meðal umsækjenda í viðtali á Rás 2 nú í byrjun árs.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, er formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur – hún sjálf var nefnd sem hugsanlegur kandídat í útvarpsstjórastöðuna. Það kemur í hlut Þorgerðar að finna nýjan Borgarleikhússtjóra, ef Magnús verður ráðinn til Ríkisútvarpsins.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira