Skoda Octavia mest seldi bíllinn árið 2013 Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 13:19 Skoda Octavia. myndir/Hekla Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent
Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi á nýliðnu ári eins og svo oft áður. Raunar hafa fáir bílar slegið jafn rækilega í gegn á íslenskum bílamarkaði síðustu áratugi eins og Skoda Octavia gerði þegar hann kom fram á sjónarsviðið í nóvember 1996. Þessi nýi bíll náði þá strax hylli kaupenda en hann var smíðaður í glænýjum verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi, sem virðist hafa skilaði sér í miklum gæðum og lágri bilanatíðni. Vinsældir Octavia eru taldar stafa af því að hann er öruggur, sparneytinn og rúmgóður auk þess að vera ávallt á hagstæðu verði. Enn fremur hefur nýtt og glæsilegt útlit þriðju kynslóðar Octavia hitt í mark hjá íslenskum bílakaupendum. Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi Skoda Octavia bíl ársins 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk Skoda Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Er því óhætt að segja að almenningur og gagnrýnendur á Íslandi séu á einu máli um ágæti Octavia. Núna eru til sýnis í sal Heklu að Laugavegi 170 Octavia RS og Octavia Combi RS. Eru þeir bæði í boði með bensínvél og dísilvél. Bensínútfærslan er 220 hestöfl og díselútfærslan 184 hestöfl. Þá er Octavia Scout 4X4 væntanlegur til landsins í lok árs og verður hann betur kynntur síðar.Skoda Octavia Combi.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent