Körfubolti

NBA í nótt: Brooklyn lagði meistarana í tvíframlengdum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brooklyn Nets er enn ósigrað á árinu 2014 eftir að liðið vann sigur á meisturum Miami Heat, 104-95, í æsilegum tvíframlengdum leik í nótt.

Heimamenn í New York gerðu út um leikinn í seinni framlengingunni en þar munaði miklu um framlag Joe Johnson, sem skoraði alls 32 stig í leiknum.

LeBron James, sem skoraði 36 stig í leiknum, lenti í villuvandræðum og fékk sína sjöttu villu undir lok fyrri framlengingarinnar. Miami var þá tveimur stigum undir en átti lítinn möguleika án James í þeirri síðari.

Shaun Livingston var öflugur í fjarveru Deron Williams en hann var með nítján stig og ellefu fráköst, auk þess sem hann skoraði tvær mikilvægar körfur í síðari framlengingunni. Miami var án Dwayne Wade og tveggja annarra lykilmanna í leiknum í nótt.

Golden State vann Boston, 99-97, og komst þar með aftur á sigurbraut. Stephen Curry tryggði sigurinn með körfu þegar 2,1 sekúnda var eftir af leiknum.

Golden State vann tíu leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Brooklyn fyrr í vikunni. Þetta var einnig fyrsti heimaleikur liðsins eftir sjö útileiki í röð.



LA Clippers vann LA Lakers auðveldlega, 123-87, í baráttunni um Los Angeles. Blake Griffin var með 33 stig og tólf fráköst. Ekkert gengur hjá Lakers en þetta var stærsti sigur Clippers í grannaslag liðanna frá upphafi.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Washington 93-66

Philadelphia - Detroit 104-114

Atlanta - Houston 83-80

Memphis - Phoenix 104-99

Minnesota - Charlotte 119-92

New Orleans - Dallas 90-107

Brooklyn - Miami 104-95

Milwaukee - Chicago 72-81

Utah - Cleveland 102-113

Sacramento - Orlando 103-83

Golden State - Boston 99-97

LA Clippers - LA Lakers 123-87

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×