Körfubolti

Sjö tíma fýluferð hjá Stólunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls.
Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls. Mynd/Stefán
Fresta þurfti leik Hattar og Tindastóls í 1. deild karla í körfubolta sem átti að fara fram á Egilsstöðum i kvöld og það þrátt fyrir að Stólarnir væru mættir á staðinn.

Flugi dómaranna var aflýst og því ekki hægt að hefja leik. Dómararnir áttu að fljúga klukkan sex en Tindastólsliðið var búið að vera á ferðinni frá því um morguninn því liðið keyrði á staðinn frá Sauðárkróki.

Mótanefnd KKÍ mun finna nýjan leikdag á næstunni en líklegt er að hann verði spilaður annað kvöld. Tindastólsliðið er enn á Egilsstöðum og getur vonandi nýtt ferðina og spilað leikinn á morgun.

Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls átti afmæli í dag en hann fékk ekki bara fýluferð í afmælisgjöf. Bárður gat nefnilega glaðst yfir því að strákarnir hans í 11. flokki félagsins unnu Hött í kvöld í leik sem fór fram á Egilsstöðum í kvöld.

Tindastóll hefur unnið átta fyrstu leiki sína í 1. deild karla og er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×