Körfubolti

KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti góðan leik með KR í kvöld.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti góðan leik með KR í kvöld. Vísir/Valli
Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHl-höllinni og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.

Snæfellskonur hafa unnið átta leiki í röð og eru með átta stiga forskot eftir fimmtán stiga sigur á Haukum, 79-64, í toppslag deildarinnar.

KR-konur fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur í DHL-höllinni en KR-liðið vann leikinn með 24 stigum, 92-68. Ebony Henry  (29 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar), Sigrún Ámundadóttir (17 stig og 12 fráköst) og Bergþóra Tómasdóttir (17 stig) áttu allar mjög góðan leik hjá KR.

Hamar vann sex stiga heimasigur á Val, 75-69, í fyrsta leik hinnar bandarísku Chelsie Alexa Schweers sem var með 25 stig í kvöld. Hamar var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en Valsliðið náði að jafna metin um hann miðjan. Hamarsliðið var hinsvegar sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur.

KR og Hamar minnkuðu þar með forskot Vals í tvö stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.



Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:

KR-Keflavík 92-68 (18-19, 28-14, 27-18, 19-17)

KR: Ebone Henry 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/12 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2.

 

Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)

Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2.

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst.

 

Hamar-Valur 75-69 (29-24, 19-13, 10-11, 17-21)

Hamar: Chelsie Alexa Schweers 25/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 23/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/7 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2.

Valur: Anna Alys Martin 19/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst.

 

Snæfell-Haukar 79-64 (15-16, 24-14, 19-14, 21-20)

Snæfell: Chynna Unique Brown 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst..

Haukar: Lele Hardy 17/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.

Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×