Sameinað Fiat og Chrysler fær nafn Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 16:31 Hið nýja merki Fiat Chrysler Automobiles. Autoblog Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent
Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent