Breyttar aðstæður í Formúlu 1 Kristinn Gylfason skrifar 29. janúar 2014 13:45 Sebastian Vettel á æfingu á nýjum bíl Red Bull á Spáni í morgun. Vísir/Getty Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. Helst ber að nefna að vélin er ekki lengur 2,4 lítra V-8 vél heldur 1,6 lítra V-6 með túrbínu. Auk þess á mun meiri rafvæðing sér stað með auknum áherslum á að minnka eldsneytisnotkun og þróa í leiðinni tækni sem seinna gæti komið sér vel á einkabílum almennings. Töluverður munur er á hljóðum vélanna tveggja. Lítið var um akstur á fyrsta degi æfinga í gær og því á eftir að koma í ljós hvort áhorfendur eigi eftir að sakna V-8 drunanna eða læra að elska V-6 vælið.Nýr bíll McLaren Mercedes.Mynd/Heimasíða McLarenEin mest umtalaða breytingin er fólgin í nýjum reglum um trjónu bílanna en staða hennar þarf að vera töluvert lægri en áður. Eins þarf framvængurinn að vera töluvert minni. Þá hafa flest liðin gripið til þess að hanna trjónu sem lítur út eins og mauraæta. Þetta hefur leitt til þess að bílarnir þykja helst til ófagrir. Nú þegar flest liðin hafa frumsýnt bíla sína eru lið Ferrari og Mercedes þau einu sem ekki skarta mauraætu útliti á framtrjónu sinna keppnisbíla. Útlitshönnun Mercedes bílsins þykir vel heppnuð en framendi Ferrari bílsins líkist helst ryksugu. Enn á eftir að koma í ljós hvaða liði hefur tekist best upp með nýju hönnunina. Telja verður fyrirfram að liðin sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár séu líkleg til að vera þar áfram. Þar ber helst að nefna lið Red Bull, sem er ríkjandi heimsmeistari bílasmiða, Mercedes og Ferrari. Gaman verður að sjá hvort eitthvert þeirra liða sem barðist fyrir miðju undir reglum síðustu ára, nái að stíga upp og blanda sér í hóp þeirra bestu. Það er ekkert leyndarmál að reglubreytingunum var meðal annars ætlað að minnka forystu Red Bull á keppinautana. Liðið hefur haft gríðarlega yfirburði undanfarin ár. Vonandi ná einhver lið að veita þeim harða samkeppni svo næsta tímabil verði spennandi. Fyrsta keppnin fer fram í Ástralíu þann 16. mars.Fernando Alonso og Kimi Raikkonen.Mynd/Heimasíða Ferrari Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mestu reglubreytingar innan Formúlu 1 í aldarfjórðung hafa tekið gildi. Þær munu bylta ýmsu varðandi uppbyggingu Formúlu 1 bíla. Helst ber að nefna að vélin er ekki lengur 2,4 lítra V-8 vél heldur 1,6 lítra V-6 með túrbínu. Auk þess á mun meiri rafvæðing sér stað með auknum áherslum á að minnka eldsneytisnotkun og þróa í leiðinni tækni sem seinna gæti komið sér vel á einkabílum almennings. Töluverður munur er á hljóðum vélanna tveggja. Lítið var um akstur á fyrsta degi æfinga í gær og því á eftir að koma í ljós hvort áhorfendur eigi eftir að sakna V-8 drunanna eða læra að elska V-6 vælið.Nýr bíll McLaren Mercedes.Mynd/Heimasíða McLarenEin mest umtalaða breytingin er fólgin í nýjum reglum um trjónu bílanna en staða hennar þarf að vera töluvert lægri en áður. Eins þarf framvængurinn að vera töluvert minni. Þá hafa flest liðin gripið til þess að hanna trjónu sem lítur út eins og mauraæta. Þetta hefur leitt til þess að bílarnir þykja helst til ófagrir. Nú þegar flest liðin hafa frumsýnt bíla sína eru lið Ferrari og Mercedes þau einu sem ekki skarta mauraætu útliti á framtrjónu sinna keppnisbíla. Útlitshönnun Mercedes bílsins þykir vel heppnuð en framendi Ferrari bílsins líkist helst ryksugu. Enn á eftir að koma í ljós hvaða liði hefur tekist best upp með nýju hönnunina. Telja verður fyrirfram að liðin sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár séu líkleg til að vera þar áfram. Þar ber helst að nefna lið Red Bull, sem er ríkjandi heimsmeistari bílasmiða, Mercedes og Ferrari. Gaman verður að sjá hvort eitthvert þeirra liða sem barðist fyrir miðju undir reglum síðustu ára, nái að stíga upp og blanda sér í hóp þeirra bestu. Það er ekkert leyndarmál að reglubreytingunum var meðal annars ætlað að minnka forystu Red Bull á keppinautana. Liðið hefur haft gríðarlega yfirburði undanfarin ár. Vonandi ná einhver lið að veita þeim harða samkeppni svo næsta tímabil verði spennandi. Fyrsta keppnin fer fram í Ástralíu þann 16. mars.Fernando Alonso og Kimi Raikkonen.Mynd/Heimasíða Ferrari
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira