Fer fyrir Bale eins og Woodgate? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 16:45 Gareth Bale gengur af velli eftir að hafa meiðst í leik með Real Madrid. Vísir/Getty Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate. Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma. Woodgate var keyptur til Real Madrid árið 2004 fyrir rúmar þrettán milljónir punda en náði aðeins að spila í fjórtán leikjum með liðinu áður en hann fór aftur tveimur árum síðar. Staða Bale er vitaskuld ekki svo alvarleg en engu að síður hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér heilum eftir að hann kom frá Tottenham fyrir meira en 100 milljónir evra í sumar. Nú síðast fór Bale af velli í hálfleik í 2-0 sigri Real Madrid á Granada um helgina eftir að hann fékk spark í nárann. Enn er óvíst hvort að meiðsli Bale séu alvarleg en hann gat ekki æft eftir leikinn og verður ekki með í bikarleiknum gegn Espanyol í kvöld.Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, reyndi að gera lítið úr meiðslunum við spænsku pressuna en vildi þó ekki greina nánar frá þeim. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann talar á þeim nótum en eftir að Bale meiddist á æfingu í desember var hann frá í þrjár vikur - þrátt fyrir að meiðslin hafi verið „smávægileg“. Bale hefur komið við sögu í 22 leikjum Real Madrid á tímabilinu til þessa. Þar af hefur hann spilað allar 90 mínúturnar í níu þeirra. Óttast er að tíð meiðsli Bale megi rekja til alvarlegri bakmeiðsla og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann þurfi að leggjast undir hnífinn. Spænska blaðið AS fjallar um málið í dag og fullyrðir að sumir í læknaliði Real Madrid sjái ýmsar hliðstæður í meiðslum Bale og Woodgate.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45 Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26 Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30 Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Cristiano Ronaldo finnur til með Bale Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust. 22. október 2013 22:45
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. 12. október 2013 17:26
Gareth Bale: Ég get spilað enn betur Gareth Bale fór á kostum um helgina í forföllum Cristiano Ronaldo en hann skoraði þrennu og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Real Madrid á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni. Bale ætlar sér að bæta sig enn frekar hjá Real Madrid. 2. desember 2013 14:30
Allir byrjuðu með ágætum nema Woodgate | Úttekt Eftir helgina hafa sex breskir leikmenn spilað fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik gegn Villarreal. 16. september 2013 08:00