Jafnaði félagsmet Vince Carter í tapi | Durant snéri aftur með þrefalda tvennu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. janúar 2014 08:06 Ross héldu engin bönd. mynd:nordic photos/ap Átta leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Terrence Ross og Jamal Crawford efndu til veislu í Kanada og Kevin Durant sýndi að engar áhyggjur þarf að hafa af axlarmeiðslunum sem héldu honum utan vallar í sigri á Boston í fyrri nótt. Terrence Ross, bakvörður á öðru ári hjá Toronto Raptors skoraði 51 stig þegar lið hans tapaði fyrir Los Angeles Clippers í nótt 126-118. Ross jafnaði þar með stigamet Vince Carter hjá félaginu. Ross hitti úr 16 af 29 skotum sínum í leiknum, þar af 10 af 17 þriggja stiga skotum og tók að auki 9 fráköst. Jonas Valanciunas skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Raptors. Stórleikur Ross dugði ekki til því Raptors réð ekkert við Jamal Crawford hjá Clippers. Crawford skoraði 37 stig og gaf 11 stoðsendingar af bekknum. Blake Griffin skoraði 30 stig og J.J. Redick 18. Oklahoma City Thunder vann sjöunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið lagði Philadelphia 76ers 103-91. Kevin Durant hvíldi í fyrri nótt vegna meiðsla í öxl en snéri aftur á völlinn og var ekki hægt að sjá að meiðslin hrjáðu honum neitt. Durant skoraði 32 stig, hirti 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Frábær leikur hjá besta leikmanni deildarinnar um þessar mundir. Serge Ibaka skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. James Anderson skoraði 19 stig fyrir 76ers og Evan Turner 15. Deildarkeppnin er rétt rúmlega hálfnuð en engu að síður er Portland Trail Blazers búið að jafna fjölda sigra frá allri síðustu leiktíð. Trail Blazers vann sinn 33 sigur í nótt þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 115-104. Sex leikmenn Trail Blazers skoruðu 13 stig eða meira en LaMarcus Aldridge skoraði mest, 21 stig. Wesley Matthews skoraði 18 og Mo Williams 16 af bekknum. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Timberwolves og Nikola Pekaovic 23 auk þess að taka 11 fráköst. Kevin Love var nokkuð frá sínu besta í sókninni og skoraði 15 stig en hann hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum utan af velli. Hann tók þó 13 fráköst. Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats – Chicago Bulls 87-89 Toronto Raptors – Los Angeles Clippers 118-126 Philadelphia 76ers – Oklahoma City Thunder 91-103 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 99-81 Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 87-112 Denver Nuggets – Indiana Pacers 109-96 Utah Jazz – Washington Wizards 104-101 Portland Trail Blazers – Minnesota Timberwolves 115-104 NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Átta leikir voru leiknir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Terrence Ross og Jamal Crawford efndu til veislu í Kanada og Kevin Durant sýndi að engar áhyggjur þarf að hafa af axlarmeiðslunum sem héldu honum utan vallar í sigri á Boston í fyrri nótt. Terrence Ross, bakvörður á öðru ári hjá Toronto Raptors skoraði 51 stig þegar lið hans tapaði fyrir Los Angeles Clippers í nótt 126-118. Ross jafnaði þar með stigamet Vince Carter hjá félaginu. Ross hitti úr 16 af 29 skotum sínum í leiknum, þar af 10 af 17 þriggja stiga skotum og tók að auki 9 fráköst. Jonas Valanciunas skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Raptors. Stórleikur Ross dugði ekki til því Raptors réð ekkert við Jamal Crawford hjá Clippers. Crawford skoraði 37 stig og gaf 11 stoðsendingar af bekknum. Blake Griffin skoraði 30 stig og J.J. Redick 18. Oklahoma City Thunder vann sjöunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið lagði Philadelphia 76ers 103-91. Kevin Durant hvíldi í fyrri nótt vegna meiðsla í öxl en snéri aftur á völlinn og var ekki hægt að sjá að meiðslin hrjáðu honum neitt. Durant skoraði 32 stig, hirti 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Frábær leikur hjá besta leikmanni deildarinnar um þessar mundir. Serge Ibaka skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. James Anderson skoraði 19 stig fyrir 76ers og Evan Turner 15. Deildarkeppnin er rétt rúmlega hálfnuð en engu að síður er Portland Trail Blazers búið að jafna fjölda sigra frá allri síðustu leiktíð. Trail Blazers vann sinn 33 sigur í nótt þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 115-104. Sex leikmenn Trail Blazers skoruðu 13 stig eða meira en LaMarcus Aldridge skoraði mest, 21 stig. Wesley Matthews skoraði 18 og Mo Williams 16 af bekknum. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Timberwolves og Nikola Pekaovic 23 auk þess að taka 11 fráköst. Kevin Love var nokkuð frá sínu besta í sókninni og skoraði 15 stig en hann hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum utan af velli. Hann tók þó 13 fráköst. Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats – Chicago Bulls 87-89 Toronto Raptors – Los Angeles Clippers 118-126 Philadelphia 76ers – Oklahoma City Thunder 91-103 Memphis Grizzlies – Houston Rockets 99-81 Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 87-112 Denver Nuggets – Indiana Pacers 109-96 Utah Jazz – Washington Wizards 104-101 Portland Trail Blazers – Minnesota Timberwolves 115-104
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira