Körfubolti

Hairston baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hairston í leik með Stjörnunni.
Hairston í leik með Stjörnunni. Vísir/Valli
Matthew „Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær.

Hairston missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins þegar hann sló til Egils Egilssonar, leikmanns Skallagríms. Bandaríkjamanninum var refsað með óíþróttamannslegri villu en hefði líklega átt að vera vikið af velli.

Egill nýtti bæði vítaskotin sem hann fékk auk þess sem að Stjörnumenn héldu boltanum og tryggðu sér á endanum sigur, 97-94.

Hairston hefur beðið Egil sjálfan afsökunar og gerir slíkt hið sama gagnvart stuðningsmönnum Stjörnunnar. Yfirlýsinguna, sem Hairston birti á Facebook-síðu sinni, má lesa á ensku hér fyrir neðan:

„Last night during our game an incident occur with me and another player from the other team. A incident that I am not to proud to be apart of. I am not a dirty basketball player. I love everything there is about this game and being able to play it on a professional level. I have spoken to Egill and apologize for my action towards him. I take full responsibility for my action and I am deeply sorry to all parties involved. To the Fans and supporters of Stjarnan I am sorry for having this type of publicity put on the program. I can assure you that this will never happen again. To Egill Egilsson I am sorry for letting my frustration about the game cause me to hit you with a elbow. I wish I could take it back but unfortunately i cant but what I can do is admit that I was Wrong and I am sorry. Would like to wish Skallagrimur the best of luck with the rest of there season and I hope all parties can move forward.

 

Sincerely. J Hairston“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×