Körfubolti

Bara ef Pavel fengi að spila við Snæfell í hverjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Vísir/Daníel
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij átti mjög góðan leik í gær þegar KR-liðið vann sex stiga sigur á Snæfelli, 99-93, í DHl-höllinni í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Pavel náði sinni þriðju þreföldu tvennu í leiknum en hann var með 28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar og fékk alls 45 framlagsstig. Þetta hæsta stigaskor og flest framlagsstig sem hann hefur fengið í einum leik á tímabilinu.

Pavel vildi eflaust óska þess að hann fengi að spila við Snæfell í hverjum leik. Hann var með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar í fyrri leiknum í Hólminum. Hann hefur ekki tekið fleiri fráköst eða gefið fleiri stoðsendingar í einum leik í vetur.

Pavel er því með 24,0 stig, 17,0 fráköst og 12,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á móti Snæfelli í Dominos-deildinni í vetur.

Það gætu vissulega verið fleiri Snæfellsleikir á dagskránni því liðin myndu mætast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar ef úrslitakeppnin hæfist í dag.

Flestar þrennur í Dominos-deild karla í vetur:

3 - Pavel Ermolinskij, KR (2 á móti Snæfelli)

2 - Emil Barja, Haukum

2 - Matthías Orri Sigurðarson, ÍR

1 - Ragnar Nathanaelsson, Þór Þ.

1 - Jason Smith, KFÍ

Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×