Körfubolti

ÍR-ingar nálgast úrslitakeppnissæti | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Stórleikur Terrence Watson dugði ekki til þegar ÍR-ingar unnu góðan þriggja stiga sigur á Haukum í Hafnarfirði í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Matthías Orri Sigurðarson, Hjalti Friðriksson og Nigel Moore voru allir með 22 í framlagi hjá ÍR-ingum sem lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 32-17.

Kári Jónsson náði að minnka muninn í eitt stig 86-85 með þriggja stiga skoti þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Matthías Orri kláraði hins vegar leikinn af vítalínunni fyrir gestina úr Breiðholtinu.

ÍR-ingar eru nú með 8 stig í 9. sæti ásamt Skallagrími og farnir að anda ofan í hálsmálið á Snæfellingum sem hafa 10 stig í 8. sæti. Það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í Schenker-Höllina í gærkvöldi og tók myndirnar hér að ofan.


Tengdar fréttir

Páll Axel bætti metið

Páll Axel Vilbergsson hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 99-93 | Pavel með risaleik

Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×