Fyrsti BMW i8 ónýtur Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 14:45 Þar fór 19 milljón króna bíll fyrir lítið. BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent
BMW er ekki enn byrjað að selja rafmagnsbílinn BMW i8 en það hefur ekki komið í veg fyrir að sá fyrsti hafi verið eyðilagður í umferðaróhappi. Það var starfsmaður BMW sem afrekaði það á þýskri hraðbraut við prófanir á bílnum. Hann hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir afli bílsins. Þó hann sé nokkuð stór bíll er hann víst minna en 4,5 sekúndur í hundraðið. Starfsmaðurinn missti stjórn á bílnum í bleytu, rakst á vegrið milli akreina og rann svo aftur á vegrið hinu megin vegarins. Bíllinn er víst ónýtur ef óhappið. Það er ekki ódýrt óhapp því BMW i8 kemur til með að kosta um 19 milljónir króna þegar hann fer í sölu. Þessi bíll eyðir ekki nema 2,5 lítrum á hverja 100 kílómetra en er samt 350 hestöfl. Hann er bæði knúinn af rafmótorum og venjulegri brunavél og kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent