Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 19:30 Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. Sérleyfið var afhent undir mótmælum umhverfissamtaka. Nokkrir tugir einstaklinga með mótmælaspjöld gegn olíuleit púuðu á fulltrúa olíufélaganna og stjórnvalda þegar þeir gengu í Þjóðmenningarhúsið. Frá mótmælunum í dag.Mynd/Árni Finnsson, NVSÍ. Það kom þó ekki í veg fyrir að Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti þriðja og síðasta olíuleyfið í þessari atrennu en rekstaraðili þess verður kínverska ríkisolíufélagið CNOOC. Aðrir handhafar leyfisins eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Þar með er búið að úthluta þremur leyfum og er Petoro 25% aðili að hverju þeirra, og þar með stærsti sérleyfishafinn á Drekasvæðinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði þetta stóran dag. Nú væri að ljúka fyrsta áfanga á langri leið sem ekki væri útséð með hvernig endaði. Leyfismálum væri nú lokið og nú gætu fyrirtækin hafist handa. Nú er í fyrsta sinn komið risaolíufélag á Drekasvæðið. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir það mikil þáttaskil. Alls óvíst sé hvort olía eða gas finnist á Drekasvæðinu en þetta sé viðurkenning, sem auki líkurnar á því að eitthvað finnist. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra olíumála.Stöð 2/Einar Varaforseti CNOOC, Cheng Ming, segir fyrirtækið koma til Íslands í von um árangursríka leit. Þetta sé ónumið svæði sem hafi lítið verið rannsakað. Því þurfi að leggja í mikla vinnu til að staðfesta að þar sé olía. Heiðar Már Guðjónsson segir CNOOC eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum heims og með stærstu olíufélögunum. Þeir bori eina nýja holu í hverri viku, sambærilegar á við þær sem bora þurfi á Drekasvæðinu. Ein slík hola kosti á við heila Hörpu. „Þarna erum við komnir með mjög öflugan samstarfsaðila sem hefur reynslu og þekkingu á því að vinna á norðlægum slóðum.” Það sé í ekki síst í gegnum eignarhald þess á kanadísku fyrirtæki. Vel fór á með Kínverjum og Norðmönnum í dag en alþjóðafréttastofur hafa velt því upp hvort þetta samstarf þeirra við Íslandsstrendur boði þíðu í samskiptum ríkjanna eftir að Kínverjar móðguðust vegna friðarverðlauna Nóbels fyrir fjórum árum. Kínverski sendiherrann á Íslandi, Ma Jisheng, vildi þó aðeins tjá sig um samskiptin við Ísland. Þetta væri nýr áfangi og nýtt upphafi í samskiptum ríkjanna sem færu stigvaxandi. Sérleyfin þrjú á Drekasvæði. En hvenær verður svo hafist handa? „Bergmálsmælingar strax næsta sumar. Boranir í fyrsta lagi eftir 4 ár en í síðasta lagi eftir 8 ár,” svarar stjórnarformaður Eykons. Ráðherrann segir að núverandi ríkisstjórn verði ekki við kröfum umhverfissamtaka um að hætta við. „Ég vek reyndar athygli á því að það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem skipuð var öðrum flokkum en eru í dag, sem setti þetta ferli af stað. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að það sé pólitískur vilji á Alþingi til að stöðva þetta ferli,” segir Ragnheiður Elín.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira