Vill brjóta niður staðalímyndir Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 08:00 Ólöf Dómhildur hefur komið sér vel fyrir á Ísafirði. Mynd/Gusti.is Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir er þriggja barna móðir, stjórnarmaður og stofnfélagi Femínistafélags Vestfjarða, myndlistarmaður og verkefnastjóri í menningarmiðstöðinni Edinborg, ásamt því að vera rekstrarstjóri rekstrarfélagsins Edinborgarhússins ehf. Hún flutti með fjölskyldu sinni frá Reykjavík til Ísafjarðar fyrir tveimur árum eftir að hafa fengið starfið sem verkefnastjóri og sér ekki eftir því. „Við höfðum búið hérna í tvö sumur, ég og maðurinn minn. Fyrsta sumarið sem við vorum hérna heillaðist ég af Ísafirði og langaði alltaf að prófa að flytja hingað,“ segir Ólöf, sem hugsaði sig ekki tvisvar um þegar henni bauðst starfið. „Þetta var ótrúlega spennandi tækifæri sem ég gat ekki látið fram hjá mér fara, að flytja vestur og láta drauminn rætast.“ Það hjálpaði til við ákvörðunina að eiginmaður hennar, sjúkraþjálfarinn Atli Þór Jakobsson, ólst upp á Ísafirði og á þar marga vini. Ekki skemmir heldur fyrir að besta vinkona hennar býr í næsta firði en hún náði sér einnig í mann frá Ísafirði. „Ótrúleg tilviljun,“ segir Ólöf, sem ólst sjálf upp í Reykjavík. Pabbi hennar starfaði sem húsasmíðameistari en er öryrki í dag og móðir hennar lærði í Húsmæðraskólanum og vinnur við þrif.Berjast fyrir auknu fjármagni Aðspurð segir hún mikil viðbrigði að flytja úr höfuðborginni lengst vestur á Ísafjörð. „Stærstu viðbrigðin eru að við erum ekki með stórfjölskylduna og flesta af gömlu vinunum á svæðinu. Í staðinn þegar maður fer til Reykjavíkur nýtir maður ferðina og hittir alla.“Oft er það þannig í smærri bæjarfélögum að allir vita allt um alla. Er málum þannig háttað á Ísafirði? „Nei, en maður veit kannski margt um marga. Annars hafa Ísfirðingar almennt tekið vel á móti okkur.“ Ólöf segir starf sitt í Edinborgarhúsinu hafa gengið vel. „Nema að við höfum verið að berjast fyrir því að fá fast fjármagn inn í menningarmiðstöðina. Hún er ekki fullfjármögnuð fyrir þetta ár. En það gengur vel með menningarstarfið. Við erum að fara af stað með listahátíð ungs fólks í byrjun júní og eigum von á tveimur erlendum hópum. Það er rosalega flottur hópur menntaskólakrakka sem eru að skipuleggja þessa listahátíð. Hún er svolítið haldin að fyrirmynd LungA á Seyðisfirði,“ segir hún en styrkurinn fyrir hátíðinni kom frá samtökunum Evrópa unga fólksins.Ömurlegt að hafa stutt hár Ólöf er menntaður myndlistarmaður en sinnir myndlistinni í frítíma sínum. Hún er meðlimur í Myndlistarfélaginu á Ísafirði og er stór sýning fyrirhuguð á þessu ári í tilefni þrjátíu ára afmælis félagsins. Hún klippti einmitt sítt hár sitt til margra ára í fyrra í þágu listarinnar og hugðist selja hárið og nota það í næsta verk. Hún hætti þó við að selja það. „Ég þarf fyrst að komast í samband við hárkollumeistara. Ég ætla að búa til hárkollu úr hluta af hárinu, sem verður hluti af stærra verki.“ Aðspurð segist hún byrjuð að safna hári aftur enda finnst henni „alveg ömurlegt“ að vera með stutt hár.Aftarlega í jafnréttismálum Ólöf er með fleiri járn í eldinum því hún er einn af stofnendum Femínistafélags Vestfjarða sem varð til eftir spjall nokkurra vinkvenna á kaffihúsi um að það vantaði vettvang til að ræða jafnrétti og femínisma opinberlega. „Við viljum beita okkur í jafnréttismálum og til dæmis veita sveitarstjórninni aðhald. Okkur finnst það hafa skilað árangri. Við sendum áskorun til bæjarins um að fylgja eftir jafnréttisáætlun sinni og framkvæma launakönnun eins og áætlað var. Eftir að við sendum bréfið kom bókun á bæjarráðsfundi um að það væri komið á dagskrá. Þetta er spurning um að nýta sér lýðræðið og beita sér fyrir því að ná jafnrétti því Vestfirðingar eru frekar aftarlega á merinni í jafnréttismálum,“ segir hún og vísar í launakönnun BSRB frá 2012. Þar kom fram að mestur launamunur kynja á landinu var á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Vestfirðir eru einnig með lægsta menntunarstig kvenna á landinu og segir Ólöf að átak sé hafið til að bæta úr því.Það er sem sagt mikið verk fyrir höndum í þessum málaflokki í þinni heimabyggð? „Þegar ég flutti hingað fannst mér þetta vera svolítið karllægt umhverfi. Það er fiskvinnslan og allt það. Mennirnir eru á sjónum og konurnar þurfa að vera heima með börnin ef þau eru veik. Þetta hefur áhrif og ég held að þetta skili sér inn í þessar kannanir. Þessi staðreynd og það að hér er ekki jafn mikið úrval af störfum fyrir langskólagengið fólk hefur eflaust áhrif á menntunarstig.“ Ólöf vill að breytingarnar verði líka í hina áttina, til dæmis að fleiri karlar vinni á leikskólum. „Ég veit ekki til þess að það sé karlmaður að vinna á leikskóla á Ísafirði. Ég veit að það er hellingur af karlmönnum sem hefur áhuga á að vinna með börnum. Það er mikilvægt að karlar sæki fram á þeim vettvangi þar sem þeir hafa ekki verið áberandi. Það þarf að brjóta niður þessar staðalímyndir.“Kynjakvóti í Noregi gengur vel Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja hafa verið í umræðunni að undanförnu og hefur Ólöf fylgst vel með henni. „Ég vildi óska þess að það þyrfti ekki að setja kynjakvóta. Það væri hinn fullkomni heimur en þetta hefur verið gert í Noregi og hefur skilað árangri. Ef það skilar árangri, þá væntanlega vil ég að það sé gert.“ Hún segir slíka kynjakvóta hvatningarkerfi fyrir karlstjórnendur fyrirtækja til að fá ungar konur inn í stjórnir. „Ég held að ungar konur séu alveg tilbúnar að sitja í stjórn en tengslanet karla er sterkt og þeir nýta sér það. Það er ástæðan fyrir því að þeir fara í stjórnir og konurnar eru ekki með nægilegt frumkvæði inni á vinnustöðum sínum sem hefur kannski áhrif á það að þær eru ekki valdar í stjórn.“Ekki ánægð með Ungfrú Ísland Ólöf tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland árið 2002 og var valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Ætli einhver tengsl séu á milli þátttöku hennar í keppninni og femínískra viðhorfa hennar í dag? „Ég var femínisti þegar ég tók þátt í þessari keppni en ekki opinberlega. Ég var ung og ekki alveg búin að átta mig á þessu á þeim tíma. Ég verð að segja að ég er ekki ánægð með þessa keppni. Að því leyti að þarna eru markaðsöflin að nýta sér starfskrafta ungra kvenna gegn því að þær fái rosalega góða reynslu af þessari þátttöku, það eru alltaf rökin. Ég er ekki sammála þessu. Ég held að ungar stelpur sem eru myndarlegar geti vel fengið borgað fyrir að taka þátt í svona keppni vegna þess að það er verið að nýta þær til að auglýsa og afla peninga fyrir fyrirtæki. Ef þær eru að gera það á að sjálfsögðu að borga þeim fyrir það, eins og önnur störf. Þær geta líka alveg farið að vinna önnur störf og fengið góða reynslu þar og eignast vini,“ segir hún. „Mér fannst gaman að taka þátt í þessu og ég eignaðist vinkonur en ég get ekki sagt að þetta sé meiri reynsla en önnur sem ég hef fengið eftir það, í launuðum störfum til dæmis.Myndirðu hvetja þínar dætur til að taka þátt í slíkri fegurðarsamkeppni? „Ég myndi ekki hvetja þær til þess en ég myndi ekki banna þeim það. Þær eiga að fá sína reynslu út frá eigin reynsluheimi en ekki mínum.“ Ólöf hvetur konur til að hafa sig meira í frammi og bara láta vaða. „Ekki vera alltaf að gera allt þegar það er orðið 150 prósent, bara leyfa sér að byrja þótt þær séu ekki með fullmótaða hugmynd. Staðalímyndin er að konur séu með svo mikla fullkomnunaráráttu og að þær taki ekki næga áhættu. Ég bara hvet konur til að brjótast út úr staðalímyndunum og sýna frumkvæði í vinnu og einkalífi.“Karlmaður að gefa brjóst Ólöf vill breyta staðalímyndum karla og kvenna. Í því skyni sýndi hún myndlistarverk í Friðriksborgarkastala í Danmörku síðasta vor þar sem karlmaður var að gefa brjóst. „Ég var með partí heima hjá mér og hengdi verkið upp inni í eldhúsi þar sem karlarnir voru að spjalla saman. Þeir sögðu að þetta væri ekki mögulegt en ég sagði þeim að verkið heiti Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla og þess vegna væri þetta líffræðilega mögulegt,“ segir Ólöf. Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir er þriggja barna móðir, stjórnarmaður og stofnfélagi Femínistafélags Vestfjarða, myndlistarmaður og verkefnastjóri í menningarmiðstöðinni Edinborg, ásamt því að vera rekstrarstjóri rekstrarfélagsins Edinborgarhússins ehf. Hún flutti með fjölskyldu sinni frá Reykjavík til Ísafjarðar fyrir tveimur árum eftir að hafa fengið starfið sem verkefnastjóri og sér ekki eftir því. „Við höfðum búið hérna í tvö sumur, ég og maðurinn minn. Fyrsta sumarið sem við vorum hérna heillaðist ég af Ísafirði og langaði alltaf að prófa að flytja hingað,“ segir Ólöf, sem hugsaði sig ekki tvisvar um þegar henni bauðst starfið. „Þetta var ótrúlega spennandi tækifæri sem ég gat ekki látið fram hjá mér fara, að flytja vestur og láta drauminn rætast.“ Það hjálpaði til við ákvörðunina að eiginmaður hennar, sjúkraþjálfarinn Atli Þór Jakobsson, ólst upp á Ísafirði og á þar marga vini. Ekki skemmir heldur fyrir að besta vinkona hennar býr í næsta firði en hún náði sér einnig í mann frá Ísafirði. „Ótrúleg tilviljun,“ segir Ólöf, sem ólst sjálf upp í Reykjavík. Pabbi hennar starfaði sem húsasmíðameistari en er öryrki í dag og móðir hennar lærði í Húsmæðraskólanum og vinnur við þrif.Berjast fyrir auknu fjármagni Aðspurð segir hún mikil viðbrigði að flytja úr höfuðborginni lengst vestur á Ísafjörð. „Stærstu viðbrigðin eru að við erum ekki með stórfjölskylduna og flesta af gömlu vinunum á svæðinu. Í staðinn þegar maður fer til Reykjavíkur nýtir maður ferðina og hittir alla.“Oft er það þannig í smærri bæjarfélögum að allir vita allt um alla. Er málum þannig háttað á Ísafirði? „Nei, en maður veit kannski margt um marga. Annars hafa Ísfirðingar almennt tekið vel á móti okkur.“ Ólöf segir starf sitt í Edinborgarhúsinu hafa gengið vel. „Nema að við höfum verið að berjast fyrir því að fá fast fjármagn inn í menningarmiðstöðina. Hún er ekki fullfjármögnuð fyrir þetta ár. En það gengur vel með menningarstarfið. Við erum að fara af stað með listahátíð ungs fólks í byrjun júní og eigum von á tveimur erlendum hópum. Það er rosalega flottur hópur menntaskólakrakka sem eru að skipuleggja þessa listahátíð. Hún er svolítið haldin að fyrirmynd LungA á Seyðisfirði,“ segir hún en styrkurinn fyrir hátíðinni kom frá samtökunum Evrópa unga fólksins.Ömurlegt að hafa stutt hár Ólöf er menntaður myndlistarmaður en sinnir myndlistinni í frítíma sínum. Hún er meðlimur í Myndlistarfélaginu á Ísafirði og er stór sýning fyrirhuguð á þessu ári í tilefni þrjátíu ára afmælis félagsins. Hún klippti einmitt sítt hár sitt til margra ára í fyrra í þágu listarinnar og hugðist selja hárið og nota það í næsta verk. Hún hætti þó við að selja það. „Ég þarf fyrst að komast í samband við hárkollumeistara. Ég ætla að búa til hárkollu úr hluta af hárinu, sem verður hluti af stærra verki.“ Aðspurð segist hún byrjuð að safna hári aftur enda finnst henni „alveg ömurlegt“ að vera með stutt hár.Aftarlega í jafnréttismálum Ólöf er með fleiri járn í eldinum því hún er einn af stofnendum Femínistafélags Vestfjarða sem varð til eftir spjall nokkurra vinkvenna á kaffihúsi um að það vantaði vettvang til að ræða jafnrétti og femínisma opinberlega. „Við viljum beita okkur í jafnréttismálum og til dæmis veita sveitarstjórninni aðhald. Okkur finnst það hafa skilað árangri. Við sendum áskorun til bæjarins um að fylgja eftir jafnréttisáætlun sinni og framkvæma launakönnun eins og áætlað var. Eftir að við sendum bréfið kom bókun á bæjarráðsfundi um að það væri komið á dagskrá. Þetta er spurning um að nýta sér lýðræðið og beita sér fyrir því að ná jafnrétti því Vestfirðingar eru frekar aftarlega á merinni í jafnréttismálum,“ segir hún og vísar í launakönnun BSRB frá 2012. Þar kom fram að mestur launamunur kynja á landinu var á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Vestfirðir eru einnig með lægsta menntunarstig kvenna á landinu og segir Ólöf að átak sé hafið til að bæta úr því.Það er sem sagt mikið verk fyrir höndum í þessum málaflokki í þinni heimabyggð? „Þegar ég flutti hingað fannst mér þetta vera svolítið karllægt umhverfi. Það er fiskvinnslan og allt það. Mennirnir eru á sjónum og konurnar þurfa að vera heima með börnin ef þau eru veik. Þetta hefur áhrif og ég held að þetta skili sér inn í þessar kannanir. Þessi staðreynd og það að hér er ekki jafn mikið úrval af störfum fyrir langskólagengið fólk hefur eflaust áhrif á menntunarstig.“ Ólöf vill að breytingarnar verði líka í hina áttina, til dæmis að fleiri karlar vinni á leikskólum. „Ég veit ekki til þess að það sé karlmaður að vinna á leikskóla á Ísafirði. Ég veit að það er hellingur af karlmönnum sem hefur áhuga á að vinna með börnum. Það er mikilvægt að karlar sæki fram á þeim vettvangi þar sem þeir hafa ekki verið áberandi. Það þarf að brjóta niður þessar staðalímyndir.“Kynjakvóti í Noregi gengur vel Kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja hafa verið í umræðunni að undanförnu og hefur Ólöf fylgst vel með henni. „Ég vildi óska þess að það þyrfti ekki að setja kynjakvóta. Það væri hinn fullkomni heimur en þetta hefur verið gert í Noregi og hefur skilað árangri. Ef það skilar árangri, þá væntanlega vil ég að það sé gert.“ Hún segir slíka kynjakvóta hvatningarkerfi fyrir karlstjórnendur fyrirtækja til að fá ungar konur inn í stjórnir. „Ég held að ungar konur séu alveg tilbúnar að sitja í stjórn en tengslanet karla er sterkt og þeir nýta sér það. Það er ástæðan fyrir því að þeir fara í stjórnir og konurnar eru ekki með nægilegt frumkvæði inni á vinnustöðum sínum sem hefur kannski áhrif á það að þær eru ekki valdar í stjórn.“Ekki ánægð með Ungfrú Ísland Ólöf tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland árið 2002 og var valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Ætli einhver tengsl séu á milli þátttöku hennar í keppninni og femínískra viðhorfa hennar í dag? „Ég var femínisti þegar ég tók þátt í þessari keppni en ekki opinberlega. Ég var ung og ekki alveg búin að átta mig á þessu á þeim tíma. Ég verð að segja að ég er ekki ánægð með þessa keppni. Að því leyti að þarna eru markaðsöflin að nýta sér starfskrafta ungra kvenna gegn því að þær fái rosalega góða reynslu af þessari þátttöku, það eru alltaf rökin. Ég er ekki sammála þessu. Ég held að ungar stelpur sem eru myndarlegar geti vel fengið borgað fyrir að taka þátt í svona keppni vegna þess að það er verið að nýta þær til að auglýsa og afla peninga fyrir fyrirtæki. Ef þær eru að gera það á að sjálfsögðu að borga þeim fyrir það, eins og önnur störf. Þær geta líka alveg farið að vinna önnur störf og fengið góða reynslu þar og eignast vini,“ segir hún. „Mér fannst gaman að taka þátt í þessu og ég eignaðist vinkonur en ég get ekki sagt að þetta sé meiri reynsla en önnur sem ég hef fengið eftir það, í launuðum störfum til dæmis.Myndirðu hvetja þínar dætur til að taka þátt í slíkri fegurðarsamkeppni? „Ég myndi ekki hvetja þær til þess en ég myndi ekki banna þeim það. Þær eiga að fá sína reynslu út frá eigin reynsluheimi en ekki mínum.“ Ólöf hvetur konur til að hafa sig meira í frammi og bara láta vaða. „Ekki vera alltaf að gera allt þegar það er orðið 150 prósent, bara leyfa sér að byrja þótt þær séu ekki með fullmótaða hugmynd. Staðalímyndin er að konur séu með svo mikla fullkomnunaráráttu og að þær taki ekki næga áhættu. Ég bara hvet konur til að brjótast út úr staðalímyndunum og sýna frumkvæði í vinnu og einkalífi.“Karlmaður að gefa brjóst Ólöf vill breyta staðalímyndum karla og kvenna. Í því skyni sýndi hún myndlistarverk í Friðriksborgarkastala í Danmörku síðasta vor þar sem karlmaður var að gefa brjóst. „Ég var með partí heima hjá mér og hengdi verkið upp inni í eldhúsi þar sem karlarnir voru að spjalla saman. Þeir sögðu að þetta væri ekki mögulegt en ég sagði þeim að verkið heiti Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla og þess vegna væri þetta líffræðilega mögulegt,“ segir Ólöf.
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira