400 hestöfl úr 40 kg vél Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2014 10:30 Nissan DeltaWing ZEOD. Autoblog Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Nissan hefur tekist að kreista út heil 400 hestöfl úr 1,5 lítra vél sem vegur aðeins 40 kíló. Þessi vél verður í hinum undarlega skapaða DeltaWing ZEOD keppnisbíl sem att verður fram í þolaksturskeppni Le Mans í júní í ár. Eins og sést á myndinni hér að neðan er ekkert mál fyrir forstjóra Nismo, sem er keppnisbíladeild Nissan, að halda á vélinni í fanginu. Þessi netta vél er með 3 strokka. DeltaWing ZEOD bíllinn gengur reyndar líka fyrir rafmagni og kemst heilan hring í Le Mans á rafmagninu eingöngu. Nissan hefur bent á að afl þessarar vélar er meira á hvert kíló en vélarnar sem eru í Formúlu 1 bílum og verður það að teljast athyglivert. Vélin í bílnum er eins manns tak.Autoblog
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent