Upptökudagur hjá Lotus Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. febrúar 2014 22:45 Lotus-bíllinn á siglingu. vísir/getty Nýi bíll Lotus-liðsins ók um brautina í Jerez í dag. Tímasetningin vekur athygli vegna þess að æfingar hefjast ekki aftur fyrr en 19. febrúar og þá í Bahrein. Lotus kallar þennan dag auglýsingaupptöku dag. Þrátt fyrir að heita upptökudagur er líklegt að liðið noti leyfða vegalengd til hefðbundinna æfinga. Liðin mega öll nota tvo daga utan skipulagðra æfinga til að aka allt að 100 kílómetra í auglýsingaskyni. Annars gildir algjört bann við akstri bílanna sjálfra. Lotus-liðið valdi að sleppa fyrstu æfingunum sem lauk fyrir viku. Dagurinn í dag var því frumraun Lotus E-22 bílsins. Um borð er Renault-vél líkt og í bíl Red Bull. Vélin frá Renault olli miklum vonbrigðum á æfingum síðustu viku. Red Bull ók aðeins 21 hring um brautina meðan Mercedes ók 309 hringi og Ferrari 251 hring. Trjónan á framenda bílsins er einstök. Henni hefur verið líkt við fílabein, en hún skiptist í tvennt. Mislangir endar trjónunnar eru það sem vekur mesta athygli. Lengri endinn flokkast sem raunverulegur framendi og sá styttri sem hluti af yfirbyggingu bílsins. Þannig tekst Lotus að teygja sig inn fyrir gildi reglna um útlit framenda bílanna. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nýi bíll Lotus-liðsins ók um brautina í Jerez í dag. Tímasetningin vekur athygli vegna þess að æfingar hefjast ekki aftur fyrr en 19. febrúar og þá í Bahrein. Lotus kallar þennan dag auglýsingaupptöku dag. Þrátt fyrir að heita upptökudagur er líklegt að liðið noti leyfða vegalengd til hefðbundinna æfinga. Liðin mega öll nota tvo daga utan skipulagðra æfinga til að aka allt að 100 kílómetra í auglýsingaskyni. Annars gildir algjört bann við akstri bílanna sjálfra. Lotus-liðið valdi að sleppa fyrstu æfingunum sem lauk fyrir viku. Dagurinn í dag var því frumraun Lotus E-22 bílsins. Um borð er Renault-vél líkt og í bíl Red Bull. Vélin frá Renault olli miklum vonbrigðum á æfingum síðustu viku. Red Bull ók aðeins 21 hring um brautina meðan Mercedes ók 309 hringi og Ferrari 251 hring. Trjónan á framenda bílsins er einstök. Henni hefur verið líkt við fílabein, en hún skiptist í tvennt. Mislangir endar trjónunnar eru það sem vekur mesta athygli. Lengri endinn flokkast sem raunverulegur framendi og sá styttri sem hluti af yfirbyggingu bílsins. Þannig tekst Lotus að teygja sig inn fyrir gildi reglna um útlit framenda bílanna.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira