Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 15:35 Fjölmiðlafólk hefur mikið sagt frá lélegum aðbúnaði í Sotsjí. Kristján Kristjánsson segir aðstæður hafa einnig verið slæmar í Atlanta á sínum tíma. Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira