„Gunnar getur unnið þá allra bestu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 14:37 Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov í mars. mynd/samsett „Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“ Íþróttir MMA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
„Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“
Íþróttir MMA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti