Körfubolti

Stórleikur Griffin dugði ekki til gegn Heat

Stefán Árni Pálsson skrifar
LeBron James skoraði 31 stig í liði Heat
LeBron James skoraði 31 stig í liði Heat
Miami Heat vann góðan sigur á LA Clippers, 116-112, í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að Blake Griffin, leikmaður Clippers, hafi skorað 43 stig í leiknum. Criffin átti magnaðan leik og tók að auki 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

LeBron James skoraði 31 stig í liði Heat og gaf 12 stoðsendingar.

San Antonio Spurs vann Washington Wizards eftir tvíframlengdan leik, 125-118. 

Tim Duncan skoraði 31 stig í leiknum og tók 11 fráköst. John Wall skoraði 29 stig fyrir Wizards.

Oklahoma City Thunder heldur áfram sigurgöngu sinni en liði bar sigur úr býtum gegn Minnesota Timberwolves, 106-87.

Durant var atkvæðamestur í liði OKC og skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. OKC er sem fyrr í efsta sæti Vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:

New York Knicks – Portland Trail Blazers  90-94

Houston Rockets – Phoenix Suns 122-108

Memphis Grizzlies – Dallas Mavericks 110-96

Oklahoma City Thunders - Minnesota Timberwolves 106-97

Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 110-100

New Orleans Pelicans - Atlanta Hawks 105-100

Cleveland Cavaliers  - LA Lakers 108-119

Philadelphia 76´ers - Boston Celtics 114-108

Washington Wizards - San Antonio Spurs 118-125

Orlando Magic – Detroit Pistons 112-98

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×