Neil Young kemur í júlí Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 13:00 Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. vísir/afp Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér. ATP í Keflavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér.
ATP í Keflavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira