Haukakonur mæta Snæfelli i bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2014 20:56 Lele Hardy var með tröllatvennu í kvöld. Vísir/Daníel Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukakonur eru komnar í bikarúrslitin í níunda sinn en þær voru síðast í Höllinni fyrir fjórum árum. Haukar mæta Snæfelli í bikarúrslitaleiknum en Snæfell sló KR út í gær. Haukaliðið var með þrettán stiga forskot þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig. Haukakonur héldu hinsvegar út og lönduðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Lele Hardy var með 26 stig og 29 fráköst fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 16 stig. Bryndís Guðmundsdóttir var með 25 stig og 13 fráköst fyrir Keflavíkurliðið, Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig og Di'Amber Johnson var með 13 stig í sínum fyrsta leik með Keflavíkurliðinu. Di'Amber Johnson kom inn í Keflavíkurliðið fyrir Porsche Landry sem var látin fara en féll nú í annað skiptið út úr bikarnum á tímabilinu því hún var leikmaður Hamars þegar Hvergerðingar voru slegnir út úr bikarkeppninni fyrir áramót. Keflavík byrjaði leikinn mun betur og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn niður í þrjú stig í hálfeik þar sem Keflavík var 36-33 yfir. Haukakonur snéru leiknum við með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 25-11 og komst í 58-47 fyrir lokaleikhlutann. Haukaliðið var þrettán stigum yfir, 66-53, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið setti smá spennu í leikinn með því að ná 8-0 spretti og minnka muninn í fimm stig, 66-61. Lokamínúturnar voru æsispenandi. Di'Amber Johnson minnkaði muninn í þrjú stig, 69-66, þegar 70 sekúndur voru eftir en Keflavík var þá búið að ná 13-3 spretti. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og endurstillti sínar stelpur sem kláruðu leikinn.Keflavík-Haukar 66-76 (22-15, 14-18, 11-25, 19-18)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Di'Amber Johnson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 26/29 fráköst/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Haukakonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á fráfarandi bikarmeisturum Keflavíkur, 76-66, í stórskemmtilegum og æsispennandi leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukakonur eru komnar í bikarúrslitin í níunda sinn en þær voru síðast í Höllinni fyrir fjórum árum. Haukar mæta Snæfelli í bikarúrslitaleiknum en Snæfell sló KR út í gær. Haukaliðið var með þrettán stiga forskot þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig. Haukakonur héldu hinsvegar út og lönduðu sigri og sæti í bikarúrslitaleiknum.Lele Hardy var með 26 stig og 29 fráköst fyrir Hauka og Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 16 stig. Bryndís Guðmundsdóttir var með 25 stig og 13 fráköst fyrir Keflavíkurliðið, Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig og Di'Amber Johnson var með 13 stig í sínum fyrsta leik með Keflavíkurliðinu. Di'Amber Johnson kom inn í Keflavíkurliðið fyrir Porsche Landry sem var látin fara en féll nú í annað skiptið út úr bikarnum á tímabilinu því hún var leikmaður Hamars þegar Hvergerðingar voru slegnir út úr bikarkeppninni fyrir áramót. Keflavík byrjaði leikinn mun betur og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn niður í þrjú stig í hálfeik þar sem Keflavík var 36-33 yfir. Haukakonur snéru leiknum við með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 25-11 og komst í 58-47 fyrir lokaleikhlutann. Haukaliðið var þrettán stigum yfir, 66-53, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Keflavíkurliðið setti smá spennu í leikinn með því að ná 8-0 spretti og minnka muninn í fimm stig, 66-61. Lokamínúturnar voru æsispenandi. Di'Amber Johnson minnkaði muninn í þrjú stig, 69-66, þegar 70 sekúndur voru eftir en Keflavík var þá búið að ná 13-3 spretti. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og endurstillti sínar stelpur sem kláruðu leikinn.Keflavík-Haukar 66-76 (22-15, 14-18, 11-25, 19-18)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Di'Amber Johnson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 26/29 fráköst/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira