Körfubolti

Búnir að bæta sig í sjö leikum í röð með Nigel Moore

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel Moore.
Nigel Moore. Vísir/Stefán
ÍR-ingar settu enn meiri spennu í baráttuna um síðustu sætin inn í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta þegar þeir unnu sjö stiga sigur á Stjörnunni í gær, 106-99.

Stjarnan, Snæfell og ÍR eru nú öll jöfn með 14 stig þegar fjórar umferðir eru eftir en Snæfellingar eiga reyndar leik inni á hin liðin.

ÍR-liðið er þar með búið að vinna 5 af fyrstu 7 deildarleikjum sínum með Nigel Moore en liðið vann aðeins 2 af 11 deildarleikjum sínum fyrir komu hans.

Það sem meira er að ÍR-ingar eru búnir að ná betri úrslitum út úr öllum þessum sjö leikjum heldur en í sömu viðureignum fyrir áramót. Samtals er liðið búið að bæta sig um 128 stig í þessum sjö leikjum eða 18,3 stig að meðaltali í leik.

Nigel Moore var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í sigrinum á Stjörnunni en hann var með 16 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum.



Leikir ÍR með Nigel Moore

93-86 sigur á Skallagrími

Fyrri leikur: 88-85 sigur (4 stiga bæting)

83-85 tap á móti KR

Fyrri leikur: 83-96 tap (11 stiga bæting)

88-85 sigur á Haukum

Fyrri leikur: 87-113 tap (29 stiga bæting)

96-94 sigur á Grindavík

Fyrri leikur: 73-98 tap (27 stiga bæting)

90-79 sigur á Val

Fyrri leikur: 99-92 sigur (4 stiga bæting)

79-94 tap fyrir Snæfelli

Fyrri leikur: 77-110 tap (18 stiga bæting)

106-99 sigur á ÍR

Fyrri leikur: 61-89 tap (35 stiga bæting)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×