Umfjöllun: ÍR - Stjarnan 106-99 | ÍR með skotsýningu á lokasprettinum Daníel Rúnarsson í Hertz Hellinum í Seljaskóla skrifar 17. febrúar 2014 15:20 Vísir/Stefán ÍR-ingar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum í Dominos deild karla í kvöld, 106-99. Breiðhyltingar hafa nú unnið sex af síðustu sjö leikjum og eru komnir á bólakaf í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er öllu meira svartnætti yfir Garðabænum en Stjarnan hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er í mikilli hættu á að missa af sæti í úrslitakeppninni í vor. ÍR ingar hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 7-0 forystu. Stjörnumenn voru óskynsamir í sóknarleik sínum og veittu litla mótspyrnu í vörn. Það tók gestina tæpar þrjár mínútur að komast á blað. Svo virtist sem Junior Hairston væri eini Stjörnumaðurinn sem var mættur til leiks, en Hairston var líklega frelsinu feginn eftir að hafa setið af sér tveggja leikja bann. Heimamenn komust mest í níu stiga forystu, 11-2. Hairston tókst þó að vekja liðsfélaga sína og endurkoma Garðbæinga var hafin undir stjórn títtnefnds Hairston og hins unga Dags Kár. Þegar lokaflauta leikhlutans gall hafði þeim tekist að minnka muninn niður í eitt stig, 21-20, og ljóst að stefndi í hörkuleik. Hairston hóf annan leikhlutann á trölla troðslu yfir miðja vörn ÍR-inga og Garðbæingar komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum. Hairston tók þó ranga ákvörðun hinu megin á vellinum er hann braut á Breiðhyltingnum Sveinbirni Claessen í þriggja stiga skoti, Claessen fékk því vítaskot að auki sem hann setti niður af öryggi. Þetta einkenndi leikhlutann allt til enda, liðin skiptust annað hvort á að skora eða gera mistök og fylgdust að alla leið fram að hálfleiknum. Um miðbik fjórðungsins settu leikmenn beggja liða á skotsýningu en þrátt fyrir að verulega hafi bætt í stigaskorunina fylgdust liðin áfram að. ÍR-ingar áttu lokasókn hálfleiksins er Matthías Orri keyrði að körfunni en fékk dæmdan á sig ruðning. Matthías átta afar slakan fyrri hálfleik og skoraði ekki stig, sem er afar sjaldséð tölfræði á þeim bænum. 30 stig á hvort lið í leikhlutanum og ÍR leiðir 51-50 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn spilaðist svipað og annar leikhluti, liðin skiptust á að taka stutta spretti en komust þó aldrei langt undan. Töluvert meiri barátta en þeim minna um stigaskorun. Stjörnumenn höfðu nauma forystu út mest allan leikhlutann en í lok hans snérist spilið þó í höndunum á þeim. Björgvin Hafþór stal boltanum af Justin Shouse þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiktímanum, brunaði fram völlinn og lagði boltann snyrtilega í spjaldið og þaðan ofan í körfuna. Staðan 75-74 að loknum þremur leikhlutum. En í fjórða leikhluta breyttust hlutirnir. Skotæði rann á heimamenn sem virtust ekki geta klikkað á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hinn ungi Ragnar Bragason setti fyrstu sex stig fjórða leikhlutans og fljótlega í kjölfarið fylgdu einar fimm þriggja stiga körfur frá heimamönnum. Skotnýting heimamanna ótrúleg í lokaleikhlutanum og Stjörnumenn áttu engin svör, þrátt fyrir að hafa reynt flest brögð sem bókin býður uppá. Þegar upp var staðið var sjö stiga sigur ÍR-inga staðreynd, 106-99, og ljóst að þeir ætla sér að ná sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimmti tapleikur Garðbæinga jafnframt staðreynd og ljóst að þar á bæ þurfa menn að fara í hina margfrægu naflaskoðun ef ekki á illa að fara. Silfurlið síðasta tímabils er í verulegri hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Örvar Þór þjálfari ÍR: Einn af skemmtilegri körfuboltaleikjum vetrarins Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR-inga var kampakátur að lokinni skotsýningu sinna manna í fjórða leikhluta sem tryggði sigurinn. "Þetta var mjög jafn og alveg frábær körfuboltaleikur, með þeim skemmtilegri í vetur hreinlega. Við náðum smá forskoti í restina en þetta var samt aldrei öruggt því Stjarnan er þannig lið að þeir geta skorað í kippum. Ég er gríðarlega sáttur við sigur á mjög góðu Stjörnuliði og fannst við bara eiga þetta skilið í lokin." sagði Örvar. ÍR-ingar hittu úr 19 þriggja stiga skotum í kvöld og virtist hringurinn hreinlega stærri þeirra megin á vellinum. "Það er mikið sjálfstraust í öllum mínum strákum og þeir þora að skjóta. Við vorum að fá mikið af opnum skotum fyrir utan og við vorum að hitta úr þeim. Raggi er til dæmis ein af betri skyttum deildarinnar og hann á að taka opin skot, það er hans hlutverk. Það sýnir bara karakterinn í Matta að hann heldur bara áfram, hann var frábær í seinni hálfleik og reyndar alls ekki lélegur í fyrri þó hann hafi ekki skorað. Það var fínt að eiga hann inni. Það hefur verið þannig hjá okkur í vetur að stigaskorunin hefur dreifst vel og aldrei sami maður sem dregur vagninn." bætti Örvar við. Það er skammt stórra högga á milli fyrir Breiðhyltinga en þeir mæta Grindvíkingum næstkomandi laugardag í úrslitaleik Powerade-bikarsins. Truflaði sá leikur ekkert einbeitingu leikmanna Örvars í kvöld? "Fyrir okkur eru þetta allt úrslitaleikir, strákarnir voru klárir í dag þrátt fyrir að eiga stóran leik næsta laugardag. Undirbúningurinn fyrir bikarúrslitin hefjast bara á morgun og mér líst bara vel á það, enn eitt ævintýrið." sagði Örvar að lokum."Ragnar Bragason, leikmaður ÍR: Skammaður ef ég tek ekki skotin Hinn ungi Ragnar Bragason vakti mikla athygli í Hertz-hellinum í kvöld fyrir vaska framgöngu og frábærar þriggjastiga körfur í fjórða leikhluta. Er ekkert stressandi að taka stór skot undir lok jafn mikilvægra leikja? "Nei, nei alls ekki. Mér er sagt að taka skotin og þá geri ég það bara, ég er frekar skammaður ef ég skýt ekki. Við vorum bara allir góðir í dag, sex leikmenn með yfir 12 stig, og hittum svo bara frábærlega í fjórða leikhluta." svaraði Ragnar. Næsti leikur er bikarúrslitaleikurinn í höllinni, hvernig líst Ragnari á það? "Það er mjög spennandi verkefni og við ætlum okkur að taka það. Minn langstærsti leikur á ferlinum auðvitað og vonandi næ ég bara að sýna jafn góðan leik þar og í kvöld." sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar: Hef ekki tapað jafn mörgum leikjum í röð áður Það var þungt yfir Teiti Örlygssyni að leik loknum þó enginn uppgjafartónn sé kominn í þjálfara Garðbæinga. "Ég hugsa að ég hafi ekki tapað jafn mörgum leikjum í röð á ævinni áður. Þetta er bara sama sagan, gerum margt ágætt og höngum inni í leikjunum fram í fjórða leikhluta, en tekst bara ekki að klára leikina alla leið. Í kvöld lentum við einfaldlega á rosalega flottu ÍR liði sem hefði unnið hvaða lið sem er í deildinni í svona formi. Þetta voru ekki bara einn eða tveir menn sem við þurftum að stoppa heldur áttu þeir hreinlega allir góðan dag." sagði Teitur að leikslokum. Fimm tapleikir í röð þýða að Stjörnumenn eiga í mikilli hættu á að missa af sæti í úrslitakeppninni í vor, er vonleysi farið að grípa um sig í Garðabænum? "Við höfum alveg séð það svartara, í fyrra gátum við ekkert í janúar og febrúar en unnum svo síðustu fjóra eða fimm leikina og við eigum alveg að geta gert það sama núna. Það er auðvelt að fara bara að grenja en við leggjumst ekkert niður. Auðvitað er hrikalega svekkjandi að tapa svona mörgum leikjum í röð en það þýðir ekkert að hugsa um það núna. Nú tekur við 10 daga hlé og það er afar kærkomið. Við þurfum að nýta það vel og ég hugsa að ég gefi strákunum tveggja daga frí til að hvíla hausinn og sálina. En við eigum bara eftir að verða betri." bætti Teitur við að lokum.Junior Hairston, leikmaður Stjörnunnar: Ég mun ekki sofa mikið fram að næsta leik Junior Hairston snéri aftur í lið Stjörnunnar eftir tveggja leikja bann og virtist æstur í að koma sínu liði á réttan kjöl. "Við reyndum allt hvað við gátum en það dugði bara ekki til í kvöld. Nú þurfum við bara að fara aftur heim og reyna að finna nýjar lausnir. Ég hef mikla trú á liðinu - ef ég hefði hana ekki þá væri þetta tilgangslaust. Við þurfum bara að stöðva þessa taphrinu og komast uppúr hjólfari taparans." svaraði Hairston Er erfitt að snúa gengi liðsins við eftir jafn mörg töp og raunin er? "Þetta fer í hausinn á manni, verulega. Ég mun ekki ná góðum svefni fram að næsta leik. Það er bara þannig. En næsti leikur byrjar 0-0 og við þurfum bara að finna leiðir til að komast aftur á sigurbraut" sagði þessi frábæri skemmtikraftur sem skemmti áhorfendum í Hertz-hellinum í kvöld þó það hafi ekki dugað liði hans til sigurs.ÍR-Stjarnan 106-99 (21-20, 30-30, 24-24, 31-25)ÍR: Sveinbjörn Claessen 22/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 20/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 16/7 stoðsendingar, Nigel Moore 16/12 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 30/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matthew James Hairston 18/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/6 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 9, Jón Sverrisson 7/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 5.Bein textalýsing:4. leikhl. | Lokið | 106-99: Dagur Kár setur síðustu körfu leiksins, þriggja stiga karfa um leið og leiknum lýkur - en það er bara alltof seint. Sjö stiga sigur ÍR-inga staðreynd.4. leikhl. | 1 mín eftir | 104-92: ÍR-ingar virðast vera að sigla þessu heim, setja flest öll skot sín niður. Þrátt fyrir tilraunir Stjörnumanna til að klóra sig aftur inn í leikinn þá virðist það einfaldlega vera of lítið og of seint.4. leikhl. | 3 mín eftir | 100-87: Stuðningsmönnum ÍR leiðist ekki núna! Ungur Breiðhyltingur ákveður að nýta tækifærið á meðan liðin taka leikhlé og hleypur inn á völlinn og dansar þar í takt við popptónlist plötusnúðarins við mikinn fögnuð bláklæddra heimamanna í stúkunni.4. leikhl. | 5 mín eftir | 98-85: Og enn hitta heimamenn úr þriggja stiga skotum! Í þetta skiptið tók Sveinbjörn tvö skref út fyrir þriggja stiga línuna og lét vaða. Matthías Orri vildi ekki vera minni maður og bætti öðrum þrist við fyrir heimamenn. Þrettán stiga forysta.4. leikhl. | 6 mín eftir | 90-83: Enn eitt þriggja stiga skotið hjá heimamönnum, Sveinbjörn Claessen í þetta skiptið. ÍR-ingar hafa hitt úr jafn mörgum þriggja stiga skotum og Garðbæingar hafa tekið í heildina.4. leikhl. | 7 mín eftir | 87-81: Nigel Moore og Matthías Orri bæta sitthvorri þriggja stiga körfunni í sarpinn fyrir heimamenn. Justin Shouse er farið að leiðast þófið og vill vera með í þriggja stiga veislunni, klórar í bakkann fyrir gestina.4. leikhl. | 9 mín eftir | 81-74: Ragnar Bragason virðist hafa tekið öflugt engifer skot á milli leikhlutanna og virðist hreinlega loga, svo heitur er hann fyrir utan þriggja stiga línuna. Tveir þristar í röð og forysta ÍR-inga er skyndilega komin í sjö stig.3. leikhl. | Lokið | 75-74: Frábær frammistaða hjá Björgvini Hafþór hér undir lok þriðja fjórðungs. Þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiktímanum stal hann boltanum af Justin Shouse, brunaði upp völlinn og lagði boltann í spjaldið og ofan í körfuna rétt í þann mund sem flautan gall. Jöfnum leikhluta lokið og enn leiða ÍR-ingar.3. leikhl. | 1 mín eftir | 71-74: Heimamenn svara með fimm stigum í röð en það er Junior Hairston sem er í hlutverki gleðigjafans hér í kvöld. Í þetta skiptið tók hann léttan snúning í gegnum vítateig ÍR-inga og kryddaði svo hreyfinguna með laglegri troðslu í lokin. Ef útsendarar Íslenska Dansflokksins væru á staðnum þá væri Hairston líklega kominn með samningstilboð.3. leikhl. | 4 mín eftir | 61-65: Sigurður Dagur Sturluson með laglegt stökkskot með annarri hendi og gestirnir ná fjögurra stiga forystu.. Enn einn ungi leikmaðurinn sem heillar körfuboltaáhorfendur í deildinni í vetur. Þetta er tímabil ungu strákanna.3. leikhl. | 5 mín eftir | 61-63: Fannar Helgason klikkar á seinna víti sínu við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍR-inga. Þeir ætla ekki að gefast upp á að pirra Garðbæinginn. Hann svarar þó strax í næstu sókn með sterkri körfu úr teignum.3. leikhl. | 7 mín eftir | 56-58: Marvin fær sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta. Viðvörunarbjöllur væntanlega farnar að klingja á bekknum hjá Teiti Örlygssyni enda Marvin kippt af velli hið snarasta.3. leikhl. | 8 mín eftir | 53-56: Gestirnir ívíð sterkari á upphafsmínútum seinni hálfleiksins, en Breiðhyltingar aldrei langt undan.Í hálfleik: Skemmtilegur og hnífjafn baráttuleikur hér í Hertz hellinum í kvöld. Það er alveg ljóst að bæði lið sækja til sigurs, enda annað erfitt í körfubolta. Hjá heimamönnum dreifist stigaskorunin afskaplega jafnt en þeir Björgvin, Moore og Sveinbjörn eru með 11 stig hver. Rétt á hæla þeirra kemur síðan Hjalti Friðriksson með 10 stig. Það vekur þó athygli að hinn afar hæfileikaríki Matthías Orri Sigurðarson er stigalaus eftir fyrri hálfleikinn, það má því segja að Breiðhyltingar eigi hann inni - kjósi menn að líta málið jákvæðum augum. Hjá gestunum frá Garðabæ er Justin Shouse með 15 stig en hann hrökk heldur betur í gang í öðrum leikhlutanum. Rétt á hæla hans koma Junior Hairston, 10 stig, og Dagur Kár Jónsson, 9 stig.2. leikhl. | Lokið | 51-50: ÍR-ingar áttu lokasókn fyrri hálfleiksins en mistókst að skora, dæmdur ruðningur á Matthías Orra Sigurðsson sem enn á eftir að skora stig í leiknum. Sjaldséð tölfræði á þeim bænum. Heimamenn ganga þó engu að síður til búningsklefa síns með forystu þó naum sé, eitt stig.2. leikhl. | 1 mín eftir | 49-48: Hjalti heldur áfram að eiga skínandi leik fyrir heimamenn, setur niður þriggja stiga skot og kemur sínum mönnum naumlega yfir.2. leikhl. | 2 mín eftir | 46-47: Hjalti setur niður stökkskot fyrir heimamenn rétt í þann mund sem skotklukkan rennur út. Á nánast sama tíma slökknar á helmingi ljósanna hér í húsinu. Skemmtilegir stuðningsmenn ÍR-inga skilja þó ekki hversvegna dómararnir stoppa leikinn, telja þetta bara vera rómantískt. Húsvörðurinn fann þó ljósarofann fljótlega aftur.2. leikhl. | 4 mín eftir | 41-40: Skotsýning í Hertz hellinum þessa stundina! Björgvin svarar þristunum frá Shouse með þrist fyrir ÍR-inga. Shouse hleypur þá fram völlinn og setur niður langt skot sem dómararnir segja þó að telji aðeins sem tvö stig. Ragnar Braga, ekki leikstjórinn, svarar þó nánast samstundis fyrir heimamenn með þriggja stiga körfu. Mönnum er að hlaupa kapp í kinn.2. leikhl. | 5 mín eftir | 33-34: Shouse með tvo þrista í röð, Stjarnan komin fjórum stigum yfir - mesta forskot sem þeir hafa haft allan leikinn.2. leikhl. | 7 mín eftir | 30-29: Stuðningsmenn ÍR-inga hafa ákveðið að láta Fannar Helgason, leikmann Stjörnunnar, vera sinn uppáhalds mann í kvöld. Minna hann á hver einustu mistök sem hann gerir. Spurningin er hvort þetta hafi áhrif á jafn reyndan leikmann og Fannar.2. leikhl. | 9 mín eftir | 25-22: Hairston hóf annan leikhlutann af sama krafti og hann lék þann fyrsta, glæsileg troðsla - 8,5 í einkunn. Hinum megin á vellinum fór hann hinsvegar illa að ráði sínu, braut á Sveinbirni Claessen í þriggja stiga skoti sem rataði jafnframt í körfuna - fjögur stig fyrir Sveinbjörn.1. leikhl. | Lokið | 21-20: ÍR-ingar hófu leikhlutann af miklum krafti og Garðbæingum tókst illa að skora. Þeirra fyrstu stig komu ekki fyrr en um tvær og hálf mínúta var liðinn af leikhlutanum. ÍR-ingar héldu áfram að skora en misstu tökin á varnarleiknum og hleyptu Stjörnumönnum aftur inn í leikinn. Kaflaskiptum og hröðum leikhluta lokið.1. leikhl. | 2 mín eftir | 19-16: Hairston og Dagur Kár leiða endurkomuna fyrir Garðbæinga sóknarmegin á vellinum en ÍR-ingar halda áfam að skora nánast að vild.1. leikhl. | 4 mín eftir | 17-12: Hairston blæs lífi í leik gestanna með ótrúlegri frákasts-troðslu. Kaninn kallar þetta put-back dunk. En Breiðhyltingar þó enn með undirtökin. Björgvin frábær fyrir þá.1. leikhl. | 6 mín eftir | 11-4: ÍR-ingar miklu sterkari hér á upphafsmínútunum og einfaldlega berjast meira - og setja skotin niður í sókninni líka. Junior Hairston líflegur fyrir gestina, augljóslega afar feginn að vera laus úr prísund leikbannsins.1. leikhl. | 8 mín eftir | 7-0: Heimamenn sjá um stigaskorunina fyrstu mínúturnar. Björgvin með tvö skot inn í teig og Hjalti með fínt þriggja stiga skot. Ágætis stemmning í húsinu þrátt fyrir dræma mætingu. Vonandi eru Breiðhyltingar að spara sig fyrir næstu helgi.Fyrir leik: Breiðhyltingum hlakkar augljóslega mikið til næstu helgi en liðið er komið í úrslitaleik Powerade-bikarsins og mætir þar liði Grindavíkur næstkomandi laugardag. Forsala miða hófst nú í kvöld og er um að gera að hvetja Breiðhyltinga sem og allt áhugafólk um körfubolta að næla sér í miða.Fyrir leik: Breiðhyltingar eru hinsvegar með sitt sterkasta lið í þessum mikilvæga leik. Takist ÍR að landa sigri hér í kvöld eru þeir komnir á bólakaf í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Stjörnumönnum hefur gengið bölvanlega að ná sínu sterkasta liði saman. Leikbönn, meiðsli og veikindi hafa haldið ýmsum leikmönnum liðsins utan vallar að undanförnu. Í samtali undirritaðs við Teit Örlygsson eftir þar síðasta leik, gegn Haukum, sagðist Teitur hlakka til að mæta til leiks hingað í Breiðholtið með fullskipað lið. Og þó Junior Hairston sé vissulega laus úr leikbanninum sem hann var dæmdur í þa dugar það ekki til því Sæmundur Valdimarsson snéri sig á ökkla á æfingu í gær. Biðin eftir fullskipuðu liði Garðbæinga verður því eitthvað lengi.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor en í henni taka þátt efstu átta lið deildarinnar að deildakeppninni lokinni. Nú þegar liðin leika sinn 18. leik af 22. er Stjarnan í sjöunda sæti með 14 stig en ÍR í því níunda með 12 stig. Á milli þeirra sitja síðan Snæfellingar með 14 stig. Það er því ljóst að leikurinn í kvöld er algjör lykilleikur fyrir framhaldið.Fyrir leik: Heil og sæl lesendur Vísis. Hér verður leik ÍR og Stjörnunnar í Hertz hellinum lýst eftir fremsta megni. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu frábæran sigur á Stjörnumönnum í Dominos deild karla í kvöld, 106-99. Breiðhyltingar hafa nú unnið sex af síðustu sjö leikjum og eru komnir á bólakaf í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er öllu meira svartnætti yfir Garðabænum en Stjarnan hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er í mikilli hættu á að missa af sæti í úrslitakeppninni í vor. ÍR ingar hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 7-0 forystu. Stjörnumenn voru óskynsamir í sóknarleik sínum og veittu litla mótspyrnu í vörn. Það tók gestina tæpar þrjár mínútur að komast á blað. Svo virtist sem Junior Hairston væri eini Stjörnumaðurinn sem var mættur til leiks, en Hairston var líklega frelsinu feginn eftir að hafa setið af sér tveggja leikja bann. Heimamenn komust mest í níu stiga forystu, 11-2. Hairston tókst þó að vekja liðsfélaga sína og endurkoma Garðbæinga var hafin undir stjórn títtnefnds Hairston og hins unga Dags Kár. Þegar lokaflauta leikhlutans gall hafði þeim tekist að minnka muninn niður í eitt stig, 21-20, og ljóst að stefndi í hörkuleik. Hairston hóf annan leikhlutann á trölla troðslu yfir miðja vörn ÍR-inga og Garðbæingar komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum. Hairston tók þó ranga ákvörðun hinu megin á vellinum er hann braut á Breiðhyltingnum Sveinbirni Claessen í þriggja stiga skoti, Claessen fékk því vítaskot að auki sem hann setti niður af öryggi. Þetta einkenndi leikhlutann allt til enda, liðin skiptust annað hvort á að skora eða gera mistök og fylgdust að alla leið fram að hálfleiknum. Um miðbik fjórðungsins settu leikmenn beggja liða á skotsýningu en þrátt fyrir að verulega hafi bætt í stigaskorunina fylgdust liðin áfram að. ÍR-ingar áttu lokasókn hálfleiksins er Matthías Orri keyrði að körfunni en fékk dæmdan á sig ruðning. Matthías átta afar slakan fyrri hálfleik og skoraði ekki stig, sem er afar sjaldséð tölfræði á þeim bænum. 30 stig á hvort lið í leikhlutanum og ÍR leiðir 51-50 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn spilaðist svipað og annar leikhluti, liðin skiptust á að taka stutta spretti en komust þó aldrei langt undan. Töluvert meiri barátta en þeim minna um stigaskorun. Stjörnumenn höfðu nauma forystu út mest allan leikhlutann en í lok hans snérist spilið þó í höndunum á þeim. Björgvin Hafþór stal boltanum af Justin Shouse þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiktímanum, brunaði fram völlinn og lagði boltann snyrtilega í spjaldið og þaðan ofan í körfuna. Staðan 75-74 að loknum þremur leikhlutum. En í fjórða leikhluta breyttust hlutirnir. Skotæði rann á heimamenn sem virtust ekki geta klikkað á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hinn ungi Ragnar Bragason setti fyrstu sex stig fjórða leikhlutans og fljótlega í kjölfarið fylgdu einar fimm þriggja stiga körfur frá heimamönnum. Skotnýting heimamanna ótrúleg í lokaleikhlutanum og Stjörnumenn áttu engin svör, þrátt fyrir að hafa reynt flest brögð sem bókin býður uppá. Þegar upp var staðið var sjö stiga sigur ÍR-inga staðreynd, 106-99, og ljóst að þeir ætla sér að ná sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimmti tapleikur Garðbæinga jafnframt staðreynd og ljóst að þar á bæ þurfa menn að fara í hina margfrægu naflaskoðun ef ekki á illa að fara. Silfurlið síðasta tímabils er í verulegri hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Örvar Þór þjálfari ÍR: Einn af skemmtilegri körfuboltaleikjum vetrarins Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR-inga var kampakátur að lokinni skotsýningu sinna manna í fjórða leikhluta sem tryggði sigurinn. "Þetta var mjög jafn og alveg frábær körfuboltaleikur, með þeim skemmtilegri í vetur hreinlega. Við náðum smá forskoti í restina en þetta var samt aldrei öruggt því Stjarnan er þannig lið að þeir geta skorað í kippum. Ég er gríðarlega sáttur við sigur á mjög góðu Stjörnuliði og fannst við bara eiga þetta skilið í lokin." sagði Örvar. ÍR-ingar hittu úr 19 þriggja stiga skotum í kvöld og virtist hringurinn hreinlega stærri þeirra megin á vellinum. "Það er mikið sjálfstraust í öllum mínum strákum og þeir þora að skjóta. Við vorum að fá mikið af opnum skotum fyrir utan og við vorum að hitta úr þeim. Raggi er til dæmis ein af betri skyttum deildarinnar og hann á að taka opin skot, það er hans hlutverk. Það sýnir bara karakterinn í Matta að hann heldur bara áfram, hann var frábær í seinni hálfleik og reyndar alls ekki lélegur í fyrri þó hann hafi ekki skorað. Það var fínt að eiga hann inni. Það hefur verið þannig hjá okkur í vetur að stigaskorunin hefur dreifst vel og aldrei sami maður sem dregur vagninn." bætti Örvar við. Það er skammt stórra högga á milli fyrir Breiðhyltinga en þeir mæta Grindvíkingum næstkomandi laugardag í úrslitaleik Powerade-bikarsins. Truflaði sá leikur ekkert einbeitingu leikmanna Örvars í kvöld? "Fyrir okkur eru þetta allt úrslitaleikir, strákarnir voru klárir í dag þrátt fyrir að eiga stóran leik næsta laugardag. Undirbúningurinn fyrir bikarúrslitin hefjast bara á morgun og mér líst bara vel á það, enn eitt ævintýrið." sagði Örvar að lokum."Ragnar Bragason, leikmaður ÍR: Skammaður ef ég tek ekki skotin Hinn ungi Ragnar Bragason vakti mikla athygli í Hertz-hellinum í kvöld fyrir vaska framgöngu og frábærar þriggjastiga körfur í fjórða leikhluta. Er ekkert stressandi að taka stór skot undir lok jafn mikilvægra leikja? "Nei, nei alls ekki. Mér er sagt að taka skotin og þá geri ég það bara, ég er frekar skammaður ef ég skýt ekki. Við vorum bara allir góðir í dag, sex leikmenn með yfir 12 stig, og hittum svo bara frábærlega í fjórða leikhluta." svaraði Ragnar. Næsti leikur er bikarúrslitaleikurinn í höllinni, hvernig líst Ragnari á það? "Það er mjög spennandi verkefni og við ætlum okkur að taka það. Minn langstærsti leikur á ferlinum auðvitað og vonandi næ ég bara að sýna jafn góðan leik þar og í kvöld." sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar: Hef ekki tapað jafn mörgum leikjum í röð áður Það var þungt yfir Teiti Örlygssyni að leik loknum þó enginn uppgjafartónn sé kominn í þjálfara Garðbæinga. "Ég hugsa að ég hafi ekki tapað jafn mörgum leikjum í röð á ævinni áður. Þetta er bara sama sagan, gerum margt ágætt og höngum inni í leikjunum fram í fjórða leikhluta, en tekst bara ekki að klára leikina alla leið. Í kvöld lentum við einfaldlega á rosalega flottu ÍR liði sem hefði unnið hvaða lið sem er í deildinni í svona formi. Þetta voru ekki bara einn eða tveir menn sem við þurftum að stoppa heldur áttu þeir hreinlega allir góðan dag." sagði Teitur að leikslokum. Fimm tapleikir í röð þýða að Stjörnumenn eiga í mikilli hættu á að missa af sæti í úrslitakeppninni í vor, er vonleysi farið að grípa um sig í Garðabænum? "Við höfum alveg séð það svartara, í fyrra gátum við ekkert í janúar og febrúar en unnum svo síðustu fjóra eða fimm leikina og við eigum alveg að geta gert það sama núna. Það er auðvelt að fara bara að grenja en við leggjumst ekkert niður. Auðvitað er hrikalega svekkjandi að tapa svona mörgum leikjum í röð en það þýðir ekkert að hugsa um það núna. Nú tekur við 10 daga hlé og það er afar kærkomið. Við þurfum að nýta það vel og ég hugsa að ég gefi strákunum tveggja daga frí til að hvíla hausinn og sálina. En við eigum bara eftir að verða betri." bætti Teitur við að lokum.Junior Hairston, leikmaður Stjörnunnar: Ég mun ekki sofa mikið fram að næsta leik Junior Hairston snéri aftur í lið Stjörnunnar eftir tveggja leikja bann og virtist æstur í að koma sínu liði á réttan kjöl. "Við reyndum allt hvað við gátum en það dugði bara ekki til í kvöld. Nú þurfum við bara að fara aftur heim og reyna að finna nýjar lausnir. Ég hef mikla trú á liðinu - ef ég hefði hana ekki þá væri þetta tilgangslaust. Við þurfum bara að stöðva þessa taphrinu og komast uppúr hjólfari taparans." svaraði Hairston Er erfitt að snúa gengi liðsins við eftir jafn mörg töp og raunin er? "Þetta fer í hausinn á manni, verulega. Ég mun ekki ná góðum svefni fram að næsta leik. Það er bara þannig. En næsti leikur byrjar 0-0 og við þurfum bara að finna leiðir til að komast aftur á sigurbraut" sagði þessi frábæri skemmtikraftur sem skemmti áhorfendum í Hertz-hellinum í kvöld þó það hafi ekki dugað liði hans til sigurs.ÍR-Stjarnan 106-99 (21-20, 30-30, 24-24, 31-25)ÍR: Sveinbjörn Claessen 22/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 20/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 16/7 stoðsendingar, Nigel Moore 16/12 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 30/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matthew James Hairston 18/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/6 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 9, Jón Sverrisson 7/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 5.Bein textalýsing:4. leikhl. | Lokið | 106-99: Dagur Kár setur síðustu körfu leiksins, þriggja stiga karfa um leið og leiknum lýkur - en það er bara alltof seint. Sjö stiga sigur ÍR-inga staðreynd.4. leikhl. | 1 mín eftir | 104-92: ÍR-ingar virðast vera að sigla þessu heim, setja flest öll skot sín niður. Þrátt fyrir tilraunir Stjörnumanna til að klóra sig aftur inn í leikinn þá virðist það einfaldlega vera of lítið og of seint.4. leikhl. | 3 mín eftir | 100-87: Stuðningsmönnum ÍR leiðist ekki núna! Ungur Breiðhyltingur ákveður að nýta tækifærið á meðan liðin taka leikhlé og hleypur inn á völlinn og dansar þar í takt við popptónlist plötusnúðarins við mikinn fögnuð bláklæddra heimamanna í stúkunni.4. leikhl. | 5 mín eftir | 98-85: Og enn hitta heimamenn úr þriggja stiga skotum! Í þetta skiptið tók Sveinbjörn tvö skref út fyrir þriggja stiga línuna og lét vaða. Matthías Orri vildi ekki vera minni maður og bætti öðrum þrist við fyrir heimamenn. Þrettán stiga forysta.4. leikhl. | 6 mín eftir | 90-83: Enn eitt þriggja stiga skotið hjá heimamönnum, Sveinbjörn Claessen í þetta skiptið. ÍR-ingar hafa hitt úr jafn mörgum þriggja stiga skotum og Garðbæingar hafa tekið í heildina.4. leikhl. | 7 mín eftir | 87-81: Nigel Moore og Matthías Orri bæta sitthvorri þriggja stiga körfunni í sarpinn fyrir heimamenn. Justin Shouse er farið að leiðast þófið og vill vera með í þriggja stiga veislunni, klórar í bakkann fyrir gestina.4. leikhl. | 9 mín eftir | 81-74: Ragnar Bragason virðist hafa tekið öflugt engifer skot á milli leikhlutanna og virðist hreinlega loga, svo heitur er hann fyrir utan þriggja stiga línuna. Tveir þristar í röð og forysta ÍR-inga er skyndilega komin í sjö stig.3. leikhl. | Lokið | 75-74: Frábær frammistaða hjá Björgvini Hafþór hér undir lok þriðja fjórðungs. Þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiktímanum stal hann boltanum af Justin Shouse, brunaði upp völlinn og lagði boltann í spjaldið og ofan í körfuna rétt í þann mund sem flautan gall. Jöfnum leikhluta lokið og enn leiða ÍR-ingar.3. leikhl. | 1 mín eftir | 71-74: Heimamenn svara með fimm stigum í röð en það er Junior Hairston sem er í hlutverki gleðigjafans hér í kvöld. Í þetta skiptið tók hann léttan snúning í gegnum vítateig ÍR-inga og kryddaði svo hreyfinguna með laglegri troðslu í lokin. Ef útsendarar Íslenska Dansflokksins væru á staðnum þá væri Hairston líklega kominn með samningstilboð.3. leikhl. | 4 mín eftir | 61-65: Sigurður Dagur Sturluson með laglegt stökkskot með annarri hendi og gestirnir ná fjögurra stiga forystu.. Enn einn ungi leikmaðurinn sem heillar körfuboltaáhorfendur í deildinni í vetur. Þetta er tímabil ungu strákanna.3. leikhl. | 5 mín eftir | 61-63: Fannar Helgason klikkar á seinna víti sínu við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍR-inga. Þeir ætla ekki að gefast upp á að pirra Garðbæinginn. Hann svarar þó strax í næstu sókn með sterkri körfu úr teignum.3. leikhl. | 7 mín eftir | 56-58: Marvin fær sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta. Viðvörunarbjöllur væntanlega farnar að klingja á bekknum hjá Teiti Örlygssyni enda Marvin kippt af velli hið snarasta.3. leikhl. | 8 mín eftir | 53-56: Gestirnir ívíð sterkari á upphafsmínútum seinni hálfleiksins, en Breiðhyltingar aldrei langt undan.Í hálfleik: Skemmtilegur og hnífjafn baráttuleikur hér í Hertz hellinum í kvöld. Það er alveg ljóst að bæði lið sækja til sigurs, enda annað erfitt í körfubolta. Hjá heimamönnum dreifist stigaskorunin afskaplega jafnt en þeir Björgvin, Moore og Sveinbjörn eru með 11 stig hver. Rétt á hæla þeirra kemur síðan Hjalti Friðriksson með 10 stig. Það vekur þó athygli að hinn afar hæfileikaríki Matthías Orri Sigurðarson er stigalaus eftir fyrri hálfleikinn, það má því segja að Breiðhyltingar eigi hann inni - kjósi menn að líta málið jákvæðum augum. Hjá gestunum frá Garðabæ er Justin Shouse með 15 stig en hann hrökk heldur betur í gang í öðrum leikhlutanum. Rétt á hæla hans koma Junior Hairston, 10 stig, og Dagur Kár Jónsson, 9 stig.2. leikhl. | Lokið | 51-50: ÍR-ingar áttu lokasókn fyrri hálfleiksins en mistókst að skora, dæmdur ruðningur á Matthías Orra Sigurðsson sem enn á eftir að skora stig í leiknum. Sjaldséð tölfræði á þeim bænum. Heimamenn ganga þó engu að síður til búningsklefa síns með forystu þó naum sé, eitt stig.2. leikhl. | 1 mín eftir | 49-48: Hjalti heldur áfram að eiga skínandi leik fyrir heimamenn, setur niður þriggja stiga skot og kemur sínum mönnum naumlega yfir.2. leikhl. | 2 mín eftir | 46-47: Hjalti setur niður stökkskot fyrir heimamenn rétt í þann mund sem skotklukkan rennur út. Á nánast sama tíma slökknar á helmingi ljósanna hér í húsinu. Skemmtilegir stuðningsmenn ÍR-inga skilja þó ekki hversvegna dómararnir stoppa leikinn, telja þetta bara vera rómantískt. Húsvörðurinn fann þó ljósarofann fljótlega aftur.2. leikhl. | 4 mín eftir | 41-40: Skotsýning í Hertz hellinum þessa stundina! Björgvin svarar þristunum frá Shouse með þrist fyrir ÍR-inga. Shouse hleypur þá fram völlinn og setur niður langt skot sem dómararnir segja þó að telji aðeins sem tvö stig. Ragnar Braga, ekki leikstjórinn, svarar þó nánast samstundis fyrir heimamenn með þriggja stiga körfu. Mönnum er að hlaupa kapp í kinn.2. leikhl. | 5 mín eftir | 33-34: Shouse með tvo þrista í röð, Stjarnan komin fjórum stigum yfir - mesta forskot sem þeir hafa haft allan leikinn.2. leikhl. | 7 mín eftir | 30-29: Stuðningsmenn ÍR-inga hafa ákveðið að láta Fannar Helgason, leikmann Stjörnunnar, vera sinn uppáhalds mann í kvöld. Minna hann á hver einustu mistök sem hann gerir. Spurningin er hvort þetta hafi áhrif á jafn reyndan leikmann og Fannar.2. leikhl. | 9 mín eftir | 25-22: Hairston hóf annan leikhlutann af sama krafti og hann lék þann fyrsta, glæsileg troðsla - 8,5 í einkunn. Hinum megin á vellinum fór hann hinsvegar illa að ráði sínu, braut á Sveinbirni Claessen í þriggja stiga skoti sem rataði jafnframt í körfuna - fjögur stig fyrir Sveinbjörn.1. leikhl. | Lokið | 21-20: ÍR-ingar hófu leikhlutann af miklum krafti og Garðbæingum tókst illa að skora. Þeirra fyrstu stig komu ekki fyrr en um tvær og hálf mínúta var liðinn af leikhlutanum. ÍR-ingar héldu áfram að skora en misstu tökin á varnarleiknum og hleyptu Stjörnumönnum aftur inn í leikinn. Kaflaskiptum og hröðum leikhluta lokið.1. leikhl. | 2 mín eftir | 19-16: Hairston og Dagur Kár leiða endurkomuna fyrir Garðbæinga sóknarmegin á vellinum en ÍR-ingar halda áfam að skora nánast að vild.1. leikhl. | 4 mín eftir | 17-12: Hairston blæs lífi í leik gestanna með ótrúlegri frákasts-troðslu. Kaninn kallar þetta put-back dunk. En Breiðhyltingar þó enn með undirtökin. Björgvin frábær fyrir þá.1. leikhl. | 6 mín eftir | 11-4: ÍR-ingar miklu sterkari hér á upphafsmínútunum og einfaldlega berjast meira - og setja skotin niður í sókninni líka. Junior Hairston líflegur fyrir gestina, augljóslega afar feginn að vera laus úr prísund leikbannsins.1. leikhl. | 8 mín eftir | 7-0: Heimamenn sjá um stigaskorunina fyrstu mínúturnar. Björgvin með tvö skot inn í teig og Hjalti með fínt þriggja stiga skot. Ágætis stemmning í húsinu þrátt fyrir dræma mætingu. Vonandi eru Breiðhyltingar að spara sig fyrir næstu helgi.Fyrir leik: Breiðhyltingum hlakkar augljóslega mikið til næstu helgi en liðið er komið í úrslitaleik Powerade-bikarsins og mætir þar liði Grindavíkur næstkomandi laugardag. Forsala miða hófst nú í kvöld og er um að gera að hvetja Breiðhyltinga sem og allt áhugafólk um körfubolta að næla sér í miða.Fyrir leik: Breiðhyltingar eru hinsvegar með sitt sterkasta lið í þessum mikilvæga leik. Takist ÍR að landa sigri hér í kvöld eru þeir komnir á bólakaf í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Stjörnumönnum hefur gengið bölvanlega að ná sínu sterkasta liði saman. Leikbönn, meiðsli og veikindi hafa haldið ýmsum leikmönnum liðsins utan vallar að undanförnu. Í samtali undirritaðs við Teit Örlygsson eftir þar síðasta leik, gegn Haukum, sagðist Teitur hlakka til að mæta til leiks hingað í Breiðholtið með fullskipað lið. Og þó Junior Hairston sé vissulega laus úr leikbanninum sem hann var dæmdur í þa dugar það ekki til því Sæmundur Valdimarsson snéri sig á ökkla á æfingu í gær. Biðin eftir fullskipuðu liði Garðbæinga verður því eitthvað lengi.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor en í henni taka þátt efstu átta lið deildarinnar að deildakeppninni lokinni. Nú þegar liðin leika sinn 18. leik af 22. er Stjarnan í sjöunda sæti með 14 stig en ÍR í því níunda með 12 stig. Á milli þeirra sitja síðan Snæfellingar með 14 stig. Það er því ljóst að leikurinn í kvöld er algjör lykilleikur fyrir framhaldið.Fyrir leik: Heil og sæl lesendur Vísis. Hér verður leik ÍR og Stjörnunnar í Hertz hellinum lýst eftir fremsta megni.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum